Innlent

Hundur glefsaði í andlit 16 ára pilts

Frá Selfossi
Frá Selfossi
Hundur, sem bundin var við staur við verslun Samkaupa við Tryggvagötu á Selfossi, glefsaði í andlit 16 ára pilts á milli klukkan 16 og 17 í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var drengurinn að klappa hundinum og hafði gert

um stund þegar hundurinn fyrirvaralaust glefsaði í andlit hans svo hann fékk slæmt sár á kinn.

Hann leitaði til læknis eftir atvikið, en ekki er vitað hver eigandi hundsins er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×