George Clooney dáist að Brad Pitt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. nóvember 2013 16:47 Frá hægri: George Clooney, Russell Crowe, Leonardo DiCaprio og Brad Pitt. myndir/getty Leikarinn geðþekki, George Clooney, tjáir sig um kollega sína í Hollywood í nýjasta hefti tímaritsins Esquire. Í viðtalinu talar hann sérstaklega um leikarana Russell Crowe, Leonardo DiCaprio og Brad Pitt, en Clooney virðist hafa mismikið álit á þeim þremur. Hann segir Crowe hafa sent sér ljóðabók til þess að biðjast afsökunar á því að hafa kallað Clooney, Robert De Niro og Harrison Ford „sellouts“, en það er notað í niðrandi merkingu um listamenn sem er meira umhugað um peninga og frægð en listrænan metnað. Þá sagði Crowe að Clooney rembdist við að vera eins og Frank Sinatra, en Clooney sendi Crowe póst í kjölfarið þar sem hann spurði hvað í fjáranum gengi á. Clooney segir frá körfuboltaviðureignum sínum við Leonardo DiCaprio, en að sögn Clooney er DiCaprio fullur af stælum á körfuboltavellinum. „Ég get spilað bolta. Ég er alls ekki frábær en ég spilaði í menntaskóla og veit að ég get spilað. Ég veit líka að þú rífur ekki kjaft á vellinum nema þú getir spilað,“ segir Clooney og rifjar upp þegar hann, ásamt vinum sínum, sigraði DiCaprio og vini hans í þremur leikjum í röð, 11 - 0. „Misræmið á milli þess hvernig þeir töluðu og hvernig þeir spiluðu kom mér til að hugsa um það hversu mikilvægt það er að umgangast fólk sem getur verið heiðarlegt við þig og sagt þér hlutina eins og þeir eru. Ég er ekki viss um að DiCaprio eigi þannig vin.“ Að lokum talaði hann fallega um Brad Pitt og sagði hann vera bestu og mestu kvikmyndastjörnu heimsins. „Hann er stærri en ég, stærri en DiCaprio, og ég dáist að því hvernig hann tekst á við það. Þetta er ekki auðvelt fyrir hann, en hann reynir alltaf að vera heiðarlegasta útgáfan af Brad Pitt.“ Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Leikarinn geðþekki, George Clooney, tjáir sig um kollega sína í Hollywood í nýjasta hefti tímaritsins Esquire. Í viðtalinu talar hann sérstaklega um leikarana Russell Crowe, Leonardo DiCaprio og Brad Pitt, en Clooney virðist hafa mismikið álit á þeim þremur. Hann segir Crowe hafa sent sér ljóðabók til þess að biðjast afsökunar á því að hafa kallað Clooney, Robert De Niro og Harrison Ford „sellouts“, en það er notað í niðrandi merkingu um listamenn sem er meira umhugað um peninga og frægð en listrænan metnað. Þá sagði Crowe að Clooney rembdist við að vera eins og Frank Sinatra, en Clooney sendi Crowe póst í kjölfarið þar sem hann spurði hvað í fjáranum gengi á. Clooney segir frá körfuboltaviðureignum sínum við Leonardo DiCaprio, en að sögn Clooney er DiCaprio fullur af stælum á körfuboltavellinum. „Ég get spilað bolta. Ég er alls ekki frábær en ég spilaði í menntaskóla og veit að ég get spilað. Ég veit líka að þú rífur ekki kjaft á vellinum nema þú getir spilað,“ segir Clooney og rifjar upp þegar hann, ásamt vinum sínum, sigraði DiCaprio og vini hans í þremur leikjum í röð, 11 - 0. „Misræmið á milli þess hvernig þeir töluðu og hvernig þeir spiluðu kom mér til að hugsa um það hversu mikilvægt það er að umgangast fólk sem getur verið heiðarlegt við þig og sagt þér hlutina eins og þeir eru. Ég er ekki viss um að DiCaprio eigi þannig vin.“ Að lokum talaði hann fallega um Brad Pitt og sagði hann vera bestu og mestu kvikmyndastjörnu heimsins. „Hann er stærri en ég, stærri en DiCaprio, og ég dáist að því hvernig hann tekst á við það. Þetta er ekki auðvelt fyrir hann, en hann reynir alltaf að vera heiðarlegasta útgáfan af Brad Pitt.“
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira