Lífið

Íslendingar hafa fiðrildaáhrif

Unnur Ösp Konráðsdóttir, leikkona, og Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women
Unnur Ösp Konráðsdóttir, leikkona, og Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women Samsett mynd
Óhætt er að segja að Íslendingar séu að standa fyrir fiðrildaáhrifum þessa daganna.

„Lítill vængjasláttur í norðri getur haft stór áhrif á veðurkerfi hinum megin á hnettinum, en miðasala á Fiðrildafögnuð UN Women gengur vonum framar. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á á þetta frábæra kvöld,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.

Fiðrildafögnuður UN Women fer fram í Hörpu annað kvöld og verður boðið upp á mikla skemmtun.

Fram koma Sigríður Thorlacius og Högni Egilsson í Hjaltalín, landsþekktar leikkonur verða með gjörning, hljómsveitin Eva tekur lagið, dansarar úr Íslenska Dansflokknum flytja fallegt verk og DJ Yamaho þeytir skífum. Þá verður boðið upp á óvænta „bombu“ í lok kvölds.

„Þetta verður einstakt kvöld. Við fáum að skyggnast inn í líf nokkurra indverskra kvenna sem lifað hafa af sýruárásir en þær komu saman á Indlandi á dögunum og tóku meðal annars þátt í því að búa til vinaböndin sem eru aðgöngumiði gesta á fögnuðinn,“ segir Inga Dóra.

„Við höfum séð áður að samtakamáttur okkar hér heima getur komið af stað flóðbylgju breytinga.“

Miðasala fer fram á miði.is og í verslun ELLU, Kronkron, Skarthúsinu og Indiska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.