Ragnheiður Eiríksdóttir afhenti borgarstjóra jólapeysuna í ár 14. nóvember 2013 20:00 Jón Gnarr, borgarstjóri, og Ragnheiður Eiríksdóttir, prjónakona með meiru Ragnheiður Eiríksdóttir, prjónakona og stofnandi Knitting Iceland, afhenti í gær Jóni Gnarr, borgarstjóra, Jólapeysuna 2013 til eignar. Ragnheiður hannaði peysuna og prjónaði, en Jón klæddist henni í auglýsingum fyrir Jólapeysuna, sem er fjáröflunarátak Barnaheilla.Jón er eins og kunnugt er aðdáandi prjónaðra peysa og klæðist gjarnan handprjónuðum flíkum við störf sín sem borgarstjóri. Ragnheiður segir það ánægjulegt að borgarstjóri leggi átakinu lið með þessum hætti. „Enda maður þar á ferð sem mark er tekið á, bæði frumlegur og skapandi og óhræddur við að fara eigin leiðir. Ég vona bara að sem flestir taki Jón sér til fyrirmyndar og prjóni jólapeysuna í ár.“ Uppskriftina að peysunni má nálgast í öllum helstu lopasöluverslunum landsins, en nánari upplýsingar er að finna á jolapeysan.is.Ragnheiður afhendir Jóni jólapeysunaÍ myndatökunni fyrir auglýsinguna fitjaði borgarstjóri upp á nýrri peysu og byrjaði sjálfur að prjóna. Þetta var upphaf farandpeysunnar sem verður prjónuð af ýmsum þekktum einstaklingum og seld á uppboði í lok átaksins. Peysan verður eins og sú sem Jón fékk afhenta í dag. Með henni mun fylgja skrá yfir þá einstaklinga sem hafa prjónað peysuna. Útvarpsmennirnir Guðfinnur Sigurvinsson og Margrét Blöndal hafa meðal annars prjónað í farandpeysunni, sem og Unnur Steinsson. Jólapeysan er fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Á áheitavefnum er hægt að skrá sig til þátttöku, bæði sem einstaklingur og sem hluti af liði, eða jólapeysupartýi. Þar er keppt í áheitum, svipað og gert er í Hlaupastyrk og Mottumars. Á Facebook og Instagram verða síðan veitt verðlaun í nokkrum flokkum jólapeysa, svo sem fyrir bestu nördapeysuna, glamúrpeysuna, frumlegustu peysuna, ljótustu jólapeysuna og að sjálfsögðu fyrir fallegustu jólapeysuna 2013. Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Ragnheiður Eiríksdóttir, prjónakona og stofnandi Knitting Iceland, afhenti í gær Jóni Gnarr, borgarstjóra, Jólapeysuna 2013 til eignar. Ragnheiður hannaði peysuna og prjónaði, en Jón klæddist henni í auglýsingum fyrir Jólapeysuna, sem er fjáröflunarátak Barnaheilla.Jón er eins og kunnugt er aðdáandi prjónaðra peysa og klæðist gjarnan handprjónuðum flíkum við störf sín sem borgarstjóri. Ragnheiður segir það ánægjulegt að borgarstjóri leggi átakinu lið með þessum hætti. „Enda maður þar á ferð sem mark er tekið á, bæði frumlegur og skapandi og óhræddur við að fara eigin leiðir. Ég vona bara að sem flestir taki Jón sér til fyrirmyndar og prjóni jólapeysuna í ár.“ Uppskriftina að peysunni má nálgast í öllum helstu lopasöluverslunum landsins, en nánari upplýsingar er að finna á jolapeysan.is.Ragnheiður afhendir Jóni jólapeysunaÍ myndatökunni fyrir auglýsinguna fitjaði borgarstjóri upp á nýrri peysu og byrjaði sjálfur að prjóna. Þetta var upphaf farandpeysunnar sem verður prjónuð af ýmsum þekktum einstaklingum og seld á uppboði í lok átaksins. Peysan verður eins og sú sem Jón fékk afhenta í dag. Með henni mun fylgja skrá yfir þá einstaklinga sem hafa prjónað peysuna. Útvarpsmennirnir Guðfinnur Sigurvinsson og Margrét Blöndal hafa meðal annars prjónað í farandpeysunni, sem og Unnur Steinsson. Jólapeysan er fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Á áheitavefnum er hægt að skrá sig til þátttöku, bæði sem einstaklingur og sem hluti af liði, eða jólapeysupartýi. Þar er keppt í áheitum, svipað og gert er í Hlaupastyrk og Mottumars. Á Facebook og Instagram verða síðan veitt verðlaun í nokkrum flokkum jólapeysa, svo sem fyrir bestu nördapeysuna, glamúrpeysuna, frumlegustu peysuna, ljótustu jólapeysuna og að sjálfsögðu fyrir fallegustu jólapeysuna 2013.
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira