Fundur Melkorku og Vilhjálms: "Á endanum viljum við öll það sama“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. nóvember 2013 17:19 Melkorka og Vilhjálmur hittust á Bergsson og ræddu fjárframlög þrátt fyrir að hafa ólíkar skoðanir. Mynd/Úr einkasafni Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, bauð í vikunni Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í kaffi og samræður um hljómsveitina og hennar starf. Hann þáði boðið. Kaffifundurinn fór fram á föstudaginn og í kjölfarið sendu þau frá sér sameiginlega yfirlýsingu sem finna má í lok fréttarinnar.Langur og góður fundur „Við fórum á Bergsson Mathús, hittumst þar og vorum alveg í rúma þrjá tíma að tala saman,“ útskýrir Melkorka. Hún segist hafa getað komið sínum sjónarmiðum á framfæri og að Vilhjálmur hafi verið mun fróðari um Sinfóníuna að loknum fundi. „Það var svo frábært að hann kom líka á tónleikana, þá skildi hann meira um hvað þetta snerist,“ segir Melkorka en hún hafði boðið Vilhjálmi að mæta á tónleika hjá Sinfóníunni á fimmtudagskvöldið síðastliðið. „Mér tókst allavega að leggja áherslu á mikilvægi menningar fyrir heilbrigt samfélag, það mætti ekki gleyma því. Af því að hann hefur verið að halda því fram að við höfum ekkert við menningu að gera ef við hefðum ekki heilbrigðiskerfi og löggu.“ Melkorka segir marga hafa reiðst yfir orðum Vilhjálms og að hún hefði fengið mörg bréf þar sem að fólk lýsti yfir mikilvægi þess fyrir sig að geta sótt listviðburði. „Hann viðurkenndi það að þessi orð hefðu verið vanhugsuð. Þetta kom út meira svart hvítt heldur en hann vildi.“Mikilvægt að ræða hlutina Melkorka hefur tröllatrú á því að ræða hlutina. Hún segir að það mætti vera meira af því almennt að fólk setjist niður, þrátt fyrir að vera ólíkt, og ræði hlutina. „Á endanum viljum við öll það sama, við viljum geta verið ánægð og glöð á sál og líkama. Við erum öll að stefna að því sama þó að við trúum á ólíkar leiðir.“ „Ég vona að fólk geti tekið þetta til fyrirmyndar og ég vona að Vilhjálmur haldi áfram að mæta á tónleika. Okkur samdi vel og okkur er báðum mikið í mun að þetta færi vel. Hann hefur greinilega tekið þetta nærri sér og mér þótti vænt um það.“Ræða Vilhjálms misskilin Vilhjálmur er sammála um það að fundurinn hafi verið mjög góður. „Við vorum sammála um að það þurfa allir að þola það að það sé rætt hvernig fjármunum sé varið.“ „Ég útskýrði hvað ég var að meina,“ segir hann en honum fannst umræðan sem skapaðist í þjóðfélaginu eftir ræðuna hans þróast út í allt annað en hann var að meina með henni. „Ég tek ekki neitt tilbaka, ég stend fast á þessu. Ég var að beina þessu til þingmanna í kjölfar umræðu um slæma stöðu kvenna innan lögreglunnar,“ útskýrir Vilhjálmur. „Það þarf að leggja meiri pening í lögregluna ef við viljum fleiri konur þangað, það er ekki hægt að bjóða svona lág laun,“ segir Vilhjálmur en hann segist alls ekki hafa meint að leggja ætti niður Sinfóníuna heldur aðeins tekið hana sem dæmi. „Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir. Það vantaði ekkert.“Hér á eftir fylgir sameiginlega yfirlýsingin sem þau Melkorka og Vilhjálmur sömdu að fundi loknum:”Þau Vilhjálmur og Melkorka hittust í eftirmiðdaginn. Þau fengu sér bæði te og gæddu sér á kleinum frá dularfullum aðdáanda. Þau fóru yfir ýmis málefni, ræddu um Sinfóníuhljómsveit Íslands og lögregluna, niðurskurð, fjárfestingar og stöðu ríkisins. Einnig ræddu þau um mikilvægi öryggismála og heilbrigðismála og hlutverk menningar í samfélaginu. Þau voru sammála um að menning og listir er meðal þess sem skilar miklu til samfélagsins og er nauðsynlegt, rétt eins og lögregla og heilbrigðisstofnanir. Þau voru líka sammála um mikilvægi þess að forgangsraða fjármunum ríkisins. Fjármunum þarf að verja þannig að þeir nýtist sem flestum á sem hagkvæmastan máta. Allir málaflokkar eiga að þola það að í þeim sé skoðað hvort fjármunum er varið skynsamlega eða hvort hagræða megi innan þeirra. Það ætti að gera án þess að efast sé um mikilvægi hvers málaflokks eða þeim sé att gegn hverjum öðrum. Það er von þeirra beggja eftir uppbyggilegan fund að hann hvetji til frekari málefnalegra og heilbrigðra umræðna til að komast að niðurstöðu um málefni sem skipta alla Íslendinga máli.” Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, bauð í vikunni Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í kaffi og samræður um hljómsveitina og hennar starf. Hann þáði boðið. Kaffifundurinn fór fram á föstudaginn og í kjölfarið sendu þau frá sér sameiginlega yfirlýsingu sem finna má í lok fréttarinnar.Langur og góður fundur „Við fórum á Bergsson Mathús, hittumst þar og vorum alveg í rúma þrjá tíma að tala saman,“ útskýrir Melkorka. Hún segist hafa getað komið sínum sjónarmiðum á framfæri og að Vilhjálmur hafi verið mun fróðari um Sinfóníuna að loknum fundi. „Það var svo frábært að hann kom líka á tónleikana, þá skildi hann meira um hvað þetta snerist,“ segir Melkorka en hún hafði boðið Vilhjálmi að mæta á tónleika hjá Sinfóníunni á fimmtudagskvöldið síðastliðið. „Mér tókst allavega að leggja áherslu á mikilvægi menningar fyrir heilbrigt samfélag, það mætti ekki gleyma því. Af því að hann hefur verið að halda því fram að við höfum ekkert við menningu að gera ef við hefðum ekki heilbrigðiskerfi og löggu.“ Melkorka segir marga hafa reiðst yfir orðum Vilhjálms og að hún hefði fengið mörg bréf þar sem að fólk lýsti yfir mikilvægi þess fyrir sig að geta sótt listviðburði. „Hann viðurkenndi það að þessi orð hefðu verið vanhugsuð. Þetta kom út meira svart hvítt heldur en hann vildi.“Mikilvægt að ræða hlutina Melkorka hefur tröllatrú á því að ræða hlutina. Hún segir að það mætti vera meira af því almennt að fólk setjist niður, þrátt fyrir að vera ólíkt, og ræði hlutina. „Á endanum viljum við öll það sama, við viljum geta verið ánægð og glöð á sál og líkama. Við erum öll að stefna að því sama þó að við trúum á ólíkar leiðir.“ „Ég vona að fólk geti tekið þetta til fyrirmyndar og ég vona að Vilhjálmur haldi áfram að mæta á tónleika. Okkur samdi vel og okkur er báðum mikið í mun að þetta færi vel. Hann hefur greinilega tekið þetta nærri sér og mér þótti vænt um það.“Ræða Vilhjálms misskilin Vilhjálmur er sammála um það að fundurinn hafi verið mjög góður. „Við vorum sammála um að það þurfa allir að þola það að það sé rætt hvernig fjármunum sé varið.“ „Ég útskýrði hvað ég var að meina,“ segir hann en honum fannst umræðan sem skapaðist í þjóðfélaginu eftir ræðuna hans þróast út í allt annað en hann var að meina með henni. „Ég tek ekki neitt tilbaka, ég stend fast á þessu. Ég var að beina þessu til þingmanna í kjölfar umræðu um slæma stöðu kvenna innan lögreglunnar,“ útskýrir Vilhjálmur. „Það þarf að leggja meiri pening í lögregluna ef við viljum fleiri konur þangað, það er ekki hægt að bjóða svona lág laun,“ segir Vilhjálmur en hann segist alls ekki hafa meint að leggja ætti niður Sinfóníuna heldur aðeins tekið hana sem dæmi. „Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir. Það vantaði ekkert.“Hér á eftir fylgir sameiginlega yfirlýsingin sem þau Melkorka og Vilhjálmur sömdu að fundi loknum:”Þau Vilhjálmur og Melkorka hittust í eftirmiðdaginn. Þau fengu sér bæði te og gæddu sér á kleinum frá dularfullum aðdáanda. Þau fóru yfir ýmis málefni, ræddu um Sinfóníuhljómsveit Íslands og lögregluna, niðurskurð, fjárfestingar og stöðu ríkisins. Einnig ræddu þau um mikilvægi öryggismála og heilbrigðismála og hlutverk menningar í samfélaginu. Þau voru sammála um að menning og listir er meðal þess sem skilar miklu til samfélagsins og er nauðsynlegt, rétt eins og lögregla og heilbrigðisstofnanir. Þau voru líka sammála um mikilvægi þess að forgangsraða fjármunum ríkisins. Fjármunum þarf að verja þannig að þeir nýtist sem flestum á sem hagkvæmastan máta. Allir málaflokkar eiga að þola það að í þeim sé skoðað hvort fjármunum er varið skynsamlega eða hvort hagræða megi innan þeirra. Það ætti að gera án þess að efast sé um mikilvægi hvers málaflokks eða þeim sé att gegn hverjum öðrum. Það er von þeirra beggja eftir uppbyggilegan fund að hann hvetji til frekari málefnalegra og heilbrigðra umræðna til að komast að niðurstöðu um málefni sem skipta alla Íslendinga máli.”
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira