Fundur Melkorku og Vilhjálms: "Á endanum viljum við öll það sama“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. nóvember 2013 17:19 Melkorka og Vilhjálmur hittust á Bergsson og ræddu fjárframlög þrátt fyrir að hafa ólíkar skoðanir. Mynd/Úr einkasafni Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, bauð í vikunni Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í kaffi og samræður um hljómsveitina og hennar starf. Hann þáði boðið. Kaffifundurinn fór fram á föstudaginn og í kjölfarið sendu þau frá sér sameiginlega yfirlýsingu sem finna má í lok fréttarinnar.Langur og góður fundur „Við fórum á Bergsson Mathús, hittumst þar og vorum alveg í rúma þrjá tíma að tala saman,“ útskýrir Melkorka. Hún segist hafa getað komið sínum sjónarmiðum á framfæri og að Vilhjálmur hafi verið mun fróðari um Sinfóníuna að loknum fundi. „Það var svo frábært að hann kom líka á tónleikana, þá skildi hann meira um hvað þetta snerist,“ segir Melkorka en hún hafði boðið Vilhjálmi að mæta á tónleika hjá Sinfóníunni á fimmtudagskvöldið síðastliðið. „Mér tókst allavega að leggja áherslu á mikilvægi menningar fyrir heilbrigt samfélag, það mætti ekki gleyma því. Af því að hann hefur verið að halda því fram að við höfum ekkert við menningu að gera ef við hefðum ekki heilbrigðiskerfi og löggu.“ Melkorka segir marga hafa reiðst yfir orðum Vilhjálms og að hún hefði fengið mörg bréf þar sem að fólk lýsti yfir mikilvægi þess fyrir sig að geta sótt listviðburði. „Hann viðurkenndi það að þessi orð hefðu verið vanhugsuð. Þetta kom út meira svart hvítt heldur en hann vildi.“Mikilvægt að ræða hlutina Melkorka hefur tröllatrú á því að ræða hlutina. Hún segir að það mætti vera meira af því almennt að fólk setjist niður, þrátt fyrir að vera ólíkt, og ræði hlutina. „Á endanum viljum við öll það sama, við viljum geta verið ánægð og glöð á sál og líkama. Við erum öll að stefna að því sama þó að við trúum á ólíkar leiðir.“ „Ég vona að fólk geti tekið þetta til fyrirmyndar og ég vona að Vilhjálmur haldi áfram að mæta á tónleika. Okkur samdi vel og okkur er báðum mikið í mun að þetta færi vel. Hann hefur greinilega tekið þetta nærri sér og mér þótti vænt um það.“Ræða Vilhjálms misskilin Vilhjálmur er sammála um það að fundurinn hafi verið mjög góður. „Við vorum sammála um að það þurfa allir að þola það að það sé rætt hvernig fjármunum sé varið.“ „Ég útskýrði hvað ég var að meina,“ segir hann en honum fannst umræðan sem skapaðist í þjóðfélaginu eftir ræðuna hans þróast út í allt annað en hann var að meina með henni. „Ég tek ekki neitt tilbaka, ég stend fast á þessu. Ég var að beina þessu til þingmanna í kjölfar umræðu um slæma stöðu kvenna innan lögreglunnar,“ útskýrir Vilhjálmur. „Það þarf að leggja meiri pening í lögregluna ef við viljum fleiri konur þangað, það er ekki hægt að bjóða svona lág laun,“ segir Vilhjálmur en hann segist alls ekki hafa meint að leggja ætti niður Sinfóníuna heldur aðeins tekið hana sem dæmi. „Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir. Það vantaði ekkert.“Hér á eftir fylgir sameiginlega yfirlýsingin sem þau Melkorka og Vilhjálmur sömdu að fundi loknum:”Þau Vilhjálmur og Melkorka hittust í eftirmiðdaginn. Þau fengu sér bæði te og gæddu sér á kleinum frá dularfullum aðdáanda. Þau fóru yfir ýmis málefni, ræddu um Sinfóníuhljómsveit Íslands og lögregluna, niðurskurð, fjárfestingar og stöðu ríkisins. Einnig ræddu þau um mikilvægi öryggismála og heilbrigðismála og hlutverk menningar í samfélaginu. Þau voru sammála um að menning og listir er meðal þess sem skilar miklu til samfélagsins og er nauðsynlegt, rétt eins og lögregla og heilbrigðisstofnanir. Þau voru líka sammála um mikilvægi þess að forgangsraða fjármunum ríkisins. Fjármunum þarf að verja þannig að þeir nýtist sem flestum á sem hagkvæmastan máta. Allir málaflokkar eiga að þola það að í þeim sé skoðað hvort fjármunum er varið skynsamlega eða hvort hagræða megi innan þeirra. Það ætti að gera án þess að efast sé um mikilvægi hvers málaflokks eða þeim sé att gegn hverjum öðrum. Það er von þeirra beggja eftir uppbyggilegan fund að hann hvetji til frekari málefnalegra og heilbrigðra umræðna til að komast að niðurstöðu um málefni sem skipta alla Íslendinga máli.” Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, bauð í vikunni Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í kaffi og samræður um hljómsveitina og hennar starf. Hann þáði boðið. Kaffifundurinn fór fram á föstudaginn og í kjölfarið sendu þau frá sér sameiginlega yfirlýsingu sem finna má í lok fréttarinnar.Langur og góður fundur „Við fórum á Bergsson Mathús, hittumst þar og vorum alveg í rúma þrjá tíma að tala saman,“ útskýrir Melkorka. Hún segist hafa getað komið sínum sjónarmiðum á framfæri og að Vilhjálmur hafi verið mun fróðari um Sinfóníuna að loknum fundi. „Það var svo frábært að hann kom líka á tónleikana, þá skildi hann meira um hvað þetta snerist,“ segir Melkorka en hún hafði boðið Vilhjálmi að mæta á tónleika hjá Sinfóníunni á fimmtudagskvöldið síðastliðið. „Mér tókst allavega að leggja áherslu á mikilvægi menningar fyrir heilbrigt samfélag, það mætti ekki gleyma því. Af því að hann hefur verið að halda því fram að við höfum ekkert við menningu að gera ef við hefðum ekki heilbrigðiskerfi og löggu.“ Melkorka segir marga hafa reiðst yfir orðum Vilhjálms og að hún hefði fengið mörg bréf þar sem að fólk lýsti yfir mikilvægi þess fyrir sig að geta sótt listviðburði. „Hann viðurkenndi það að þessi orð hefðu verið vanhugsuð. Þetta kom út meira svart hvítt heldur en hann vildi.“Mikilvægt að ræða hlutina Melkorka hefur tröllatrú á því að ræða hlutina. Hún segir að það mætti vera meira af því almennt að fólk setjist niður, þrátt fyrir að vera ólíkt, og ræði hlutina. „Á endanum viljum við öll það sama, við viljum geta verið ánægð og glöð á sál og líkama. Við erum öll að stefna að því sama þó að við trúum á ólíkar leiðir.“ „Ég vona að fólk geti tekið þetta til fyrirmyndar og ég vona að Vilhjálmur haldi áfram að mæta á tónleika. Okkur samdi vel og okkur er báðum mikið í mun að þetta færi vel. Hann hefur greinilega tekið þetta nærri sér og mér þótti vænt um það.“Ræða Vilhjálms misskilin Vilhjálmur er sammála um það að fundurinn hafi verið mjög góður. „Við vorum sammála um að það þurfa allir að þola það að það sé rætt hvernig fjármunum sé varið.“ „Ég útskýrði hvað ég var að meina,“ segir hann en honum fannst umræðan sem skapaðist í þjóðfélaginu eftir ræðuna hans þróast út í allt annað en hann var að meina með henni. „Ég tek ekki neitt tilbaka, ég stend fast á þessu. Ég var að beina þessu til þingmanna í kjölfar umræðu um slæma stöðu kvenna innan lögreglunnar,“ útskýrir Vilhjálmur. „Það þarf að leggja meiri pening í lögregluna ef við viljum fleiri konur þangað, það er ekki hægt að bjóða svona lág laun,“ segir Vilhjálmur en hann segist alls ekki hafa meint að leggja ætti niður Sinfóníuna heldur aðeins tekið hana sem dæmi. „Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir. Það vantaði ekkert.“Hér á eftir fylgir sameiginlega yfirlýsingin sem þau Melkorka og Vilhjálmur sömdu að fundi loknum:”Þau Vilhjálmur og Melkorka hittust í eftirmiðdaginn. Þau fengu sér bæði te og gæddu sér á kleinum frá dularfullum aðdáanda. Þau fóru yfir ýmis málefni, ræddu um Sinfóníuhljómsveit Íslands og lögregluna, niðurskurð, fjárfestingar og stöðu ríkisins. Einnig ræddu þau um mikilvægi öryggismála og heilbrigðismála og hlutverk menningar í samfélaginu. Þau voru sammála um að menning og listir er meðal þess sem skilar miklu til samfélagsins og er nauðsynlegt, rétt eins og lögregla og heilbrigðisstofnanir. Þau voru líka sammála um mikilvægi þess að forgangsraða fjármunum ríkisins. Fjármunum þarf að verja þannig að þeir nýtist sem flestum á sem hagkvæmastan máta. Allir málaflokkar eiga að þola það að í þeim sé skoðað hvort fjármunum er varið skynsamlega eða hvort hagræða megi innan þeirra. Það ætti að gera án þess að efast sé um mikilvægi hvers málaflokks eða þeim sé att gegn hverjum öðrum. Það er von þeirra beggja eftir uppbyggilegan fund að hann hvetji til frekari málefnalegra og heilbrigðra umræðna til að komast að niðurstöðu um málefni sem skipta alla Íslendinga máli.”
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira