Innlent

Fyrsti íslenski fulltrúinn til Filippseyja

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Talið er að fellibylurinn Haiyan hafi kostað hátt í 4500 manns lífið þegar hann reið yfir Filippseyjar. Tíu sérþjálfaðir einstaklingar frá  Rauða krossi Íslands bíða þess að ganga til liðs við finnsk og norsk neyðarteymi, sem vinna streytulaust að björgun og aðlhynningu slasaðra í Filippseyjum.

Þrettán alþjóðlegar neyðarsveitir Rauða krossins hafa verið kallaðar til hjálparstarfa í kjölfar fellibylsins. Á Íslandi er ekki neyðarsveit en Rauði Krossinn á Íslandi er í samstarfi við neyðarteymi í Noregi og Finnlandi.

Nokkrir íslenskir sendifulltrúar bíða þess nú að ganga til liðs við neyðarteymin. Þeirra á meðal eru þrír hjúkrunarfræðingar, tveir sálfræðingar, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri í neyðarstjórnun.

Orri Guðmundsson er fyrsti íslenski fulltrúinn fer með neyðarteymi Norðmanna til Filippseyja á morgun, en hann verður í hópi fyrstu alþjóðlegu hjálparstarfsmanna á vettvang.  Þar verður hann hópi neyðarsveitar sem mun setja upp færanlega heilbrigðisþjónustu á eyjunni Samar.

Orri verður á Filippseyjum í fjórar til sex vikur, en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekst á við verkefni af þessum toga. Hann telur það skyldu sína að nýta þá þekkingu sem hann hefur aflað til hjálparstarfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×