Innlent

Eldri borgarar slá upp diskókvöldi

Bjarki Ármannsson skrifar
Létt sveifla tekin á danskvöldi Hlífar síðasta vor.
Létt sveifla tekin á danskvöldi Hlífar síðasta vor.
Helstu smellir diskótímabilsins munu bráðlega heyrast á ný, en ekki þó á dansgólfum skemmtistaðanna. Íbúar á Hlíf, íbúðum eldri borgara á Ísafirði, ætla að gera sér glaðan dag þann 9. nóvember næstkomandi og halda danskvöld þar sem spiluð verður diskótónlist.

Að sögn Ingibjargar G. Kjartansdóttur, deildarstjóra Hlífar, voru það íbúarnir sjálfir sem stungu upp á diskóþemanu. „Við héldum danskvöld núna í vor sem var mjög vel sótt en þar var aðallega spiluð harmonikkutónlist.“

Í kjölfar þess hafi myndast stemning fyrir því að halda aðra dansskemmtun. Þá hafi íbúar hinsvegar beðið um að heyra einhverja aðra tónlist. „Það verður plötusnúður með lagalista og hann mætir með einhverja 80‘s slagara.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×