Innlent

Töldu eldhættu liðna þegar skipið kom að höfn

Samúel Karl Ólason skrifar
Dráttartaug var komið fyrir í Fernanda og hún dregin út á haf.
Dráttartaug var komið fyrir í Fernanda og hún dregin út á haf. Mynd/Stöð2
Ekki er búið að ákveða hvert Fernanda verður dregið en fundur stendur nú yfir þar sem ákveða á staðsetningu. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að farið verði með skipið þar sem slökkvistörf séu þægilegri.

Aðspurð hvort talið hafi verið að búið væri að ráða niðurlögum eldsins þegar skipið var dregið til Hafnarfjarðar segir Hrafnhildur: „Menn töldu það og þess vegna var farið með skipið inn í Hafnarfjörð. Þegar þangað var komið blossaði eldurinn upp aftur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×