Innlent

Tíst-maraþon Lögreglunnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögreglan nýtur mikilla vinsælda á Twitter og Facebook.
Lögreglan nýtur mikilla vinsælda á Twitter og Facebook. MYND/ANTON BRINK
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í alþjóðlegu tíst-maraþoni í kvöld og nótt á samskiptavefnum Twitter. Stefnir hún á að tísta frá kl. 18 í kvöld og til kl. 6 í fyrramálið.

Þetta er í annað sinn sem lögreglan tekur þátt í gjörningi af þessu tagi. Í mars tók hún þátt í fjöltísti ásamt rúmlega 200 öðrum lögregluliðum víðsvegar að úr heiminum og var þar tíst á 23 tungumálum.

Í tilkynningu Lögreglunnar segir að tilgangurinn með maraþoninu sé að veita almenningi innsýn í störf lögreglunnar og sýna hversu fjölbreytt verkefni hún fæst við.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notast talsvert við samskiptamiðla í þeim tilgangi að bæta samskipti við almenna borgara. Rúmlega 4.000 manns fylgjast með Lögreglunni á Twitter og tæplega 45.000 manns á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×