Innlent

Ökumanns leitað eftir umferðarslys

Bjarki Ármannsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Kópavogi á miðvikudagsmorgun.
Atvikið átti sér stað í Kópavogi á miðvikudagsmorgun. Vísir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns sem ók litlum fólksbíl á konu á fimmtugsaldri síðastliðinn miðvikudagsmorgun. Ekið var á konuna á gangbraut við Borgarholtsbraut í Kópavogi, rétt vestan við hringtorgið við Hamraborg 6a, um klukkan 7.45-7.50.

Hlutaðeigendur ræddu saman á vettvangi, en lögreglan var ekki kölluð til fyrr en í gær. Hafði þá gangandi vegfarandinn fundið fyrir verkjum í kjölfar óhappsins og reyndist mjög illa marinn.

Lögreglan biður umræddan ökumann, lágvaxna, unga konu með ljóst, liðað hár, um að gefa sig fram. Hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444-1000. Einnig má senda upplýsingar um málið í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum til lögreglunnar á Facebook-síðu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×