Innlent

4.300 börn á heimilum sem þiggja fjárhagsaðstoð

Samúel Karl Ólason skrifar
12.586 einstaklingar búa á heimilum sem þiggja fjárhagsaðstoð frá Sveitarfélögum.
12.586 einstaklingar búa á heimilum sem þiggja fjárhagsaðstoð frá Sveitarfélögum. Mynd/HAG
Tæplega 4.300 börn búa á heimilum sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Mikill viðsnúningur hefur orðið á fjölgun heimila sem þiggja fjárhagsaðstoð. Stærsti hópurinn sem þiggur fjárhagsaðstoð er einstæðir barnlausir karlar.

Á síðasta ári fengu 7.736 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði þeim fjölgað um 21 frá fyrra árinu áður. Það er mikill viðsnúningur frá fyrri árum, því frá árinu 2007 til ársins 2011 fjölgaði heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð að jafnaði um 860 á ári. Eða úr 4.280 heimilum árið 2007 í 7.715 árið 2011. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Fjölmennustu hóparnir sem þáðu fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á síðasta ári voru sem fyrr einstæðir barnlausir karlar, alls 43% heimila. Einstæðar konur með börn eru 27%. Rétt tæpur helmingur þiggjendur fjárhagsaðstoðar í fyrra var atvinnulaus og af þeim tæplega tveir þriðju án bótaréttar.

Alls bjuggu 12.586 einstaklingar eða 3,9% þjóðarinnar á heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð og þar af voru 4.190 börn undir 17 ára aldri. Alls 5,3% barna á þeirra aldri. Á milli ára fjölgaði þeim um rúmlega 90.

8.387 heimili nutu félagslegrar heimaþjónustu á síðasta ári og eru rúmlega fjögur af hverjum fimm heimili eldri borgara, alls 6.800 talsins. Á þessum heimilum bjuggu 8.511 einstaklingar og jafngildir það rúmum fimmtungi landsmanna eldri en 65 ára. Í Reykjavík naut fjórðungur 65 ára og eldri félagslegrar heimaþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×