Innlent

Mikill spenningur fyrir tónleikum Kraftwerk

Hjörtur Hjartarson skrifar
Kraftwerk spilar í Hörpu á sunnudaginn
"Ég er búinn að vera spenntur í heilt ár," sagði unnandi þýsku rafhljómsveitarinnar Kraftwerk sem var mættur í röðina eftir miðum klukkan sex í morgun. Iceland Airwaves hátíðin hefur farið vel af stað og eru skipuleggjendur hæstánægðir.

Kraftwerk er stærsta nafnið sem spilar á Airwaves þetta árið en tónleikar hljómsveitarinna verða á sunnduaginn í Eldborgarsal Hörpu. Rétt ríflega fjórtán hundruð miðar voru í boði fyrir gesti hátíðarinnar, allt sem þurfti að gera var að mæta tímanlega í röðina. Og röðin var löng, innandyra sem utan. Þeir sem lengst höfðu beðið mættu klukkan sex í morgun, sex klukkutímum áður en miðarnir voru afhentir.

Að bíða í röð í marga klukkutíma er kannski ekki það skemmtilegasta sem fólk gerir en sumir kunna betur en aðrir að nýta tímann. Roxanna frá Þýskalandi prjónaði húfu.Hún þakkaði meðfæddum, þýskum aga að henni tókst að klára verkið á meðan hún beið.

Að lokum fengu flestir í röðinni löngu miða, Kjartan og Hafdís þá fyrstu. Grímur Atlason, skipuleggjandi hátíðarinnar segist vera orðinn spenntur fyrir tónleikunum á sunnudaginn. Hann telur að Eldborgarsalurinn henti Kraftwerk fullkomlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×