Innlent

Á að útrýma kynbundnum launamun

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Eygló Harðardóttir
Eygló Harðardóttir
„Frumvarp um jafnlaunavottun er liður í því að útrýma kynbundnum launamun.“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Hún útskýrir að þetta sé eitt stærsta verkefni ráðuneytisins til að tryggja jafnrétti milli karla og kvenna.

Frumvarpið er samstarfsverkefni velferðarráðuneytisins,  Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Staðlaráðs. Búið er að kynna það í ríkisstjórn og verður það lagt fram á Alþingi á næstu dögum. 

„Þau fyrirtæki sem vilja fá jafnlaunavottun þurfa að uppfylla nokkur skilyrði. Þau verða að hafa skjalfesta launastefnu, samþykkta jafnréttisáætlun og þau verða hafa látið gera að minnsta kosti eina launagreiningu,“ segir Eygló.

Ráðherra segir að ekki verði horft til stærðar fyrirtækja, heldur sé markmiðið að sem flest fyrirtæki fái jafnlaunavottun.

„Þorsteinn Víglundsson formaður Samtaka atvinnulífsins hefur sagt að hann vonist til að 100 fyrirtæki verði komin með jafnlaunavottun innan tveggja ára. Ég vona að þau verði miklu fleiri,“ segir Eygló.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×