Innlent

Morgunblaðið 100 ára í dag

Boði Logason skrifar
Morgunblaðið er 100 ára í dag, en fyrsta blaðið kom út 2. nóvember árið 1913.
Morgunblaðið er 100 ára í dag, en fyrsta blaðið kom út 2. nóvember árið 1913. mynd/stefán karlsson
Morgunblaðið er 100 ára í dag, en fyrsta blaðið kom út 2. nóvember árið 1913. Fyrsti ritstjóri blaðsins var Vilhjálmur Finsen en alls hafa ritstjórarnir verið fimmtán á þessum hundrað árum.

Haraldur Johannessen, annar af tveimur ritstjórum blaðsins í dag, segir við mbl.is að afmælisárið hafi verið viðburðaríkt og gott. Blaðið búi að einstakri sögu sem nýtist vel og að það sé að eflast á ný eftir erfiðleika um hríð.

„Dæmi um mikinn þrótt blaðsins er 100 daga ferð þess um landið þar sem því hefur hvarvetna verið vel tekið og það hefur getað flutt lesendum sínum áhugavert efni um þann fjölbreytileika og kraft sem er að finna um allt land. Morgunblaðið er nú sem fyrr blað allra landsmanna og hefur á þessu stórafmæli ástæðu til að horfa björtum augum til framtíðar,“ segir Haraldur.

100 síðna afmælisblað fylgir Morgunblaðinu í dag, þar sem farið yfir sögu blaðsins frá stofnun og til dagsins í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×