Innlent

Messi vill hjálpa öllum börnum

Messi með syni sínum, Thiago.
Messi með syni sínum, Thiago. mynd/youtube.com
Í dag fagnar knattspyrnumaðurinn Lionel Messi árs afmæli Thiago, sonar síns og í samstarfi við UNICEF vill hann vekja athygli á þeim dauðsföllum barna sem hægt er að koma í veg fyrir.

Messi segir að ekkert barn eigi að þurfa að láta lífið vegna vannæringar, lungnabólgu, malaríu, mislinga, niðurgangs eða fleiri af algengustu dánarorsökum ungra barna í heiminum. Þetta eru orsakir sem með einföldum hætti má koma í veg fyrir, segir í tilkynningu frá UNICEF.

Messi segir að sjá son inn vaxa og dafna hafi aukið þá löngun hans til að hjálpa öðrum börnum að fá mat, hreint vatn og menntun.

Átak Messis gengur út á að vekja athygli á öllum þessum dauðsföllum sem hægt er að koma í veg fyrir. Þegar hefur gríðarlegur árangur náðst við að minnka barnadauða í heiminum. Markmiðið UNICEF er að ná 100% til allra barna: Að ekkert barn láti lífið af orsökum sem hægt er að koma í veg fyrir.

Nánar á vefsíðu UNICEF.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×