Innlent

Dó áfengisdauða við landganginn

Keflavíkurflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur
Öryggisgæslan á Keflavíkurflugvelli gerði lögreglunni viðvart í vikunni, þar sem öldauður maður væri við hlið númer 11 í flugstöðinni.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndist vera um erlendan ferðamann að ræða sem hafði komið með flugi frá Amsterdam.

Hann hafði ekki dregið í gegnum flugstöðina, heldur ákveðið að leggjast til svefns á leiðinni, enda fengið sér hressilega neðan í því meðan á flugferðinni stóð.

Lögreglumenn óku honum í hjólastól í gegnum bygginguna og komu honum í leigubifreið sem flutti hann á hótel í Keflavík.

Hann var þá kominn sæmilega til sjálfs sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×