Innlent

Það er hægt að eyða Facebook síðum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Það er hægt að eyða Facebook síðum.
Það er hægt að eyða Facebook síðum. mynd/Getty Images
Fyrir þá sem finnst þeir vera farnir að eyða of miklum tíma á internetinu gæti verið ágætis ráð að hætta að nota samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter, Google+ og LinkedIn.

Margir hafa eflaust reynt að eyða Facebook-síðunum sínum og komist að því að það er lítið mál að opna hann aftur. Þó reikningurinn hverfi sjónum vina manns verður hann strax aftur virkur og sýnilegur við það eitt að skrá sig inn.

Það er vegna þess fólk er ekki að eyða reikningum sínum þó það haldi það stundum. Það er aðeins að gera síðuna óvirka.

En það er hægt að eyða Facebook reikningum, þannig að allar upplýsingar hverfi og öll vinatengsl í leiðinni.

Þá þarf að fara inn á síðuna „Delete My Account“ og smella á bláa takkann. Þar með er síðan farin. Það getur að vísu tekið smá stund að eyða öllum merkingum og kommentum, en þegar því er lokið, þá er síðan ekki til og ekki hægt að opna hana aftur.

Fyrir þá sem vilja geyma Facebook minningar, myndir og annað fara þeir á Account Settings > General > Download a copy of your Facebook Data > Start My Archive. Þannig er hægt að hala niður gögnunum í tölvuna.

Á síðunni Gizmodo.com er einnig hægt að finna upplýsingar um hvernig má eyða Twitter, LinkedIn og Google+ reikningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×