Innlent

Mikill erill hjá lögreglunni í nótt

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Mikið var að gera hjá lögreglunni í nótt.
Mikið var að gera hjá lögreglunni í nótt.
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna tilkynninga um ölvun og hávaða frá heimilum eða veitingastöðum.

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í bílskúr í Austurborginni þar sem bifreið var stolið ásamt öðru. Bifreiðin fannst um tveimur klukkustundum síðar þar sem hún var alelda við Sandskeið.

Sex ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Þá var kona gripin við þjófnað í verslun í Kringlunni um hálf níu í gærkvöldi, en konan var í mjög annarlegu ástandi og því vistuð í fangageymslu þar til hægt var að ræða við hana.

Einn aðili var handtekinn við veitingahús sem reyndli að slá til lögreglumanns. Sá var vistaður í fangageymslu þar til ástand hans lagaðist.

Átján minni fíkniefnamál áttu sér stað í miðborginni þar sem aðilar voru kærðir fyrir vörslu eða neyslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×