Innlent

Stóð alltaf til að endurnýja tæki í heilbrigðisþjónustunni

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Kristján Þór Júlíusson talaði um endurnýjun tækja og búnaðar í þætti Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisandi, í morgun.
Kristján Þór Júlíusson talaði um endurnýjun tækja og búnaðar í þætti Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisandi, í morgun.
Í fjárlagafrumvarpinu árið 2013 voru ríflega 600 milljónir króna settar í tækjakaup fyrir Landspítalann. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem kynnt var í síðasta mánuði, var ekki reiknað með sérstakri fjárveitingu til tækjakaupa á næsta ári.

Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi fallið frá þeirri hugmynd og ætli nú að bæta um betur. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, greindi frá þessu í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun.

„Það er alveg ljóst að sum tæki eru með þeim hætti að þau eru bara hreinlega úr sér gengin. Að sjálfsögðu eigum við að bæta úr svona þáttum og það verður gert, þrátt fyrir umræðuna í haust um þennan þátt. Í fjárlagafrumvarpinu var beinlínis sagt að áætlun um endurnýjun tækja og búnaðar í heilbrigðisþjónustunni til ársins 2017 verði lögð fram fyrir aðra umræðu  fjárlagafrumvarpsins. Það er yfirlýsing frá ríkisstjórninni," sagði Kristján Þór.

Sigurjón spurði hvort sú breyting eigi sér stað strax árið 2014 og Kristján svaraði því játandi enda verði önnur umræða 2. desember. Kristján vildi ekki segja hver endanleg upphæð yrði en fullyrti að hann myndi reyna að gera betur en á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×