Innlent

Vilja að sveitarstjóra verði vikið frá störfum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Minnihluti sveitarstjórnar Rangárþings ytra vill að sveitarstjóranum verði tímabundið vikið frá störfum. Minnihlutinn lagði þetta til í kjölfar uppsagnar starfsmanns á skrifstofu sveitarfélagsins sem talin er ólögmæt. Tillagan var lögð fram á síðasta fundi sveitarstjórnar á föstudag en var felld með atkvæðum meirihlutans.

Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sagði upp starfsmanninum sem er varafulltrúi minnihlutans í sveitarstjórn og var í framboði fyrir síðustu kosningar.

Í kjölfar þess að manninum var sagt upp sendu fimm starfsmenn sveitarfélagsins erindi til sveitarstjórnar varðandi starfsöryggi.

Í tillögu minnihlutans kemur fram að „vegna staðhæfinga starfsmanna eftir starfsmannafund með sveitarstjóra um að uppsögn starfsmannsins hafi verið á pólitískum forsendum, leggjum við til að sveitarstjóra verði vikið tímabundið frá starfi, á meðan rannsökuð er ástæða uppsagnar.“

Meirihlutinn felldi tillöguna og áréttaði í fundargerð að um hafi verið að ræða tímabundna heimild fyrir tilraunverkefni og ráðningu starfsmanns í það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×