Landssamtök íslenskra stúdenta stofnuð í dag Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2013 16:55 Fulltrúar stúdenta við Íslandsklukkuna á Akureyri. „Ég er aðallega glöð með stofnun samtakanna, þetta er sögulegt og ótrúlega mikilvægt fyrir stúdentahreyfinguna á Íslandi sem heild. Ég held að við getum sett miklu meiri kraft í baráttuna sem ein heild,“ segir Anna Marsibil Clausen, nýkjörinn formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Ný sameiginleg hagsmunasamtök stúdenta á Íslandi voru stofnuð í dag á Akureyri þar sem saman voru komnir fulltrúar frá öllum háskólum landsins. „Þessi samtök hafa verið svolítið eins og barnið mitt þar sem ég hef gengið með þessa hugmynd í maganum lengi, áður en hún fæddist og varð að veruleika í dag,“ segir Anna Marsibil í samtali við fréttastofu Vísis. „Nú hafa aðilarfélögin fengið fullt forræði yfir þessu barni mínu en ég er ótrúlega glöð með að fá tækifæri til að taka áfram þátt í uppeldinu með formennskunni,“ segir Anna sem ætlar að setja kraft í hagsmunabaráttu stúdenta á landsvísu. Aðspurð um hver helstu baráttumál hinna nýstofnuðu hagsmunasamtaka verði segir Anna: „Við munum auðvitað halda áfram að berjast fyrir bættum úthlutunarreglum LÍN, þá ætlum við að setja kraft í baráttu fyrir bættum aðstæðum íslenskra stúdenta á leigumarkaði og eins setja gæðamál íslensku háskólanna á oddinn.“ Á fundinum var einnig skipað í framkvæmdastjórn samtakanna en í henni sitja: Aníta Einarsdóttir og Birgir Marteinsson frá Félagi stúdenta við Háskólann á Akureyri. Helga Margrét Friðriksdóttir og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir frá Nemendafélagi Háskólans á Bifröst. Ellert Arnar Marísson og Silja Yraola Eyþórsdóttir, frá Nemendafélagi Landbúnaðarháskóla Íslands. Ástrós Linda Ásmundsdóttir og Daníel Stefán Þorkelsson frá Nemendaráði Listaháskóla Íslands. Baldur Ólafsson og Jóhann Gunnar Þorkelsson frá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis. Halldór H. Gröndal og Anita Brá Ingvadóttir frá Stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík. María Rut Kristinsdóttir og Helga Lind Mar frá Stúdentaráði Háskóla Íslands.Anna Marsibil Clausen, formaður LÍS hringdi Íslandsklukkunni fyrir utan Háskólann á Akureyri 8 sinnum. Eitt slag fyrir hvert stofnfélag. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Ég er aðallega glöð með stofnun samtakanna, þetta er sögulegt og ótrúlega mikilvægt fyrir stúdentahreyfinguna á Íslandi sem heild. Ég held að við getum sett miklu meiri kraft í baráttuna sem ein heild,“ segir Anna Marsibil Clausen, nýkjörinn formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Ný sameiginleg hagsmunasamtök stúdenta á Íslandi voru stofnuð í dag á Akureyri þar sem saman voru komnir fulltrúar frá öllum háskólum landsins. „Þessi samtök hafa verið svolítið eins og barnið mitt þar sem ég hef gengið með þessa hugmynd í maganum lengi, áður en hún fæddist og varð að veruleika í dag,“ segir Anna Marsibil í samtali við fréttastofu Vísis. „Nú hafa aðilarfélögin fengið fullt forræði yfir þessu barni mínu en ég er ótrúlega glöð með að fá tækifæri til að taka áfram þátt í uppeldinu með formennskunni,“ segir Anna sem ætlar að setja kraft í hagsmunabaráttu stúdenta á landsvísu. Aðspurð um hver helstu baráttumál hinna nýstofnuðu hagsmunasamtaka verði segir Anna: „Við munum auðvitað halda áfram að berjast fyrir bættum úthlutunarreglum LÍN, þá ætlum við að setja kraft í baráttu fyrir bættum aðstæðum íslenskra stúdenta á leigumarkaði og eins setja gæðamál íslensku háskólanna á oddinn.“ Á fundinum var einnig skipað í framkvæmdastjórn samtakanna en í henni sitja: Aníta Einarsdóttir og Birgir Marteinsson frá Félagi stúdenta við Háskólann á Akureyri. Helga Margrét Friðriksdóttir og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir frá Nemendafélagi Háskólans á Bifröst. Ellert Arnar Marísson og Silja Yraola Eyþórsdóttir, frá Nemendafélagi Landbúnaðarháskóla Íslands. Ástrós Linda Ásmundsdóttir og Daníel Stefán Þorkelsson frá Nemendaráði Listaháskóla Íslands. Baldur Ólafsson og Jóhann Gunnar Þorkelsson frá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis. Halldór H. Gröndal og Anita Brá Ingvadóttir frá Stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík. María Rut Kristinsdóttir og Helga Lind Mar frá Stúdentaráði Háskóla Íslands.Anna Marsibil Clausen, formaður LÍS hringdi Íslandsklukkunni fyrir utan Háskólann á Akureyri 8 sinnum. Eitt slag fyrir hvert stofnfélag.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira