Innlent

Erlendir gestir vilja uppgötva íslenska listamenn

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Tónlistarsenan á Íslandi er einstök. Þetta segir útsendari einnar stærstu tónlistarhátíðar í Evrópu, en hann kom til Íslands til að uppgötva ungt tónlistarfólk í gegnum Iceland Airwaves. Fjöldi áhrifafólks úr tónlistarheiminum er nú statt á landinu á vegum hátíðarinnar. 

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er nú haldin í fimmtánda sinn, en yfir 800 tónleikar voru haldnir víðsvegar um miðborgina um helgina. Athygli vekur að bæði í ár og í fyrra lögðu fleiri erlendir gestir en innlendir leið sína á hátíðina, eða 4500 af 8000. Meðal þeirra eru tónlistarblaðamenn, bókarar, gagnrýnendur og fulltrúar plötufyrirtækja. Robert Meijernik er einn aðalbókari Eurosonic hátíðarinnar, en hún er ein stærsta tónlistarhátíð sem haldin er í Evrópu. Þetta er fjórða árið sem hann kemur á Iceland Airwaves til að bóka hljómsveitir á Eurosonic.

Iceland Airwaves nær svo hápunkti sínum klukkan átta í kvöld þegar þýska raftónlistarhljómsveitin Kraftwerk kemur fram í Eldborgarsal Hörpu. Robert segir útlenda gesti þó ekki koma á hátíðina til að sjá stóru nöfnin, það séu íslensku hljómsveitirnar sem dragi fólk eins og hann til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×