99% barna í 10. bekk á Facebook 3. nóvember 2013 21:45 Mynd/Getty Images Samfélag, fjölskylda og tækni (SAFT) stóð nýverið fyrir könnun á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Þar kemur meðal annars í ljós að 99% barna í 10. bekk grunnskóla landsins eru á Facebook. Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um notkun barna og unglinga á netinu og nýta í kjölfarið þær upplýsingar til vitundarvakningar um möguleika netsins og örugga netnotkun barna og unglinga. Þegar börn og unglingar í 4.-10. bekk grunnskóla voru spurð hvort þau væru með eigin síðu/prófíl á samskiptasíðum eins og Facebook eða Twitter sögðust tæplega 78% vera á Facebook og rúm 13% með á Twitter. Fimmtungur sagðist ekki vera á síðum eins og Facebook eða Twitter. Nánast öll þeirra barna/unglinga sem eru með á Twitter eru líka með síðu á Facebook. Eftir því sem börnin eru eldri eru þau líklegri til að vera á Facebook eða Twitter. Tæplega þriðjungur nemenda í 4. bekk sagðist vera með Facebook síðu en 99% barna í 10. bekk. Eins eykst vinafjöldi á Facebook með aldri meðal þeirra sem eru á Facebook. Fjórðungur barna í 10. bekk er á Twitter en nær enginn í 4. og 5. bekk.Stelpur líklegri en strákar til að vera með öryggisstillingar í lagi Meirihluti þeirra barna sem eru á Facebook sagði síðuna vera lokaða, þ.e. að aðeins vinir gætu skoðað. Tæpur þriðjungur sagði síðuna vera að hluta til lokaða þ.e. að aðeins vinir vina og vinir gætu skoðað. Tæplega 13% sögðu síðuna vera alveg opna þ.e. að allir geti skoðað. Þegar svörin eru greind eftir kyni má sjá marktækan mun á svörum stráka og stelpna og benda niðurstöður til þess að stelpur séu varkárari en strákar þegar kemur að því að stilla síðuna. Strákar eru líklegri en stelpur til að vera með facebook síðuna alveg opna þannig að allir geti skoðað.Börn gefa upp rangan aldur til að komast hjá aldurstakmörkum á Facebook Þegar kemur að upplýsingum sem börn gefa upp um sig á prófílnum sínum er algengast að börn gefi upp mynd sem sýnir greinilega andlit þeirra (88,8%) og nafn (83,6%). Um 65% gefa upp í hvaða skóla þau eru og tæp 45% raunverulegan aldur sinn. Um 39% gefa upp aldur sem ekki er raunverulegur aldur þeirra. Líklegra er að yngri börn gefi upp rangan aldur en eldri börn enda uppfylla þau ekki aldurstakmörk Facebook. Töluvert færri gefa upp símanúmer (16,3%) eða heimilisfang (10,3%) . Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Samfélag, fjölskylda og tækni (SAFT) stóð nýverið fyrir könnun á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Þar kemur meðal annars í ljós að 99% barna í 10. bekk grunnskóla landsins eru á Facebook. Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um notkun barna og unglinga á netinu og nýta í kjölfarið þær upplýsingar til vitundarvakningar um möguleika netsins og örugga netnotkun barna og unglinga. Þegar börn og unglingar í 4.-10. bekk grunnskóla voru spurð hvort þau væru með eigin síðu/prófíl á samskiptasíðum eins og Facebook eða Twitter sögðust tæplega 78% vera á Facebook og rúm 13% með á Twitter. Fimmtungur sagðist ekki vera á síðum eins og Facebook eða Twitter. Nánast öll þeirra barna/unglinga sem eru með á Twitter eru líka með síðu á Facebook. Eftir því sem börnin eru eldri eru þau líklegri til að vera á Facebook eða Twitter. Tæplega þriðjungur nemenda í 4. bekk sagðist vera með Facebook síðu en 99% barna í 10. bekk. Eins eykst vinafjöldi á Facebook með aldri meðal þeirra sem eru á Facebook. Fjórðungur barna í 10. bekk er á Twitter en nær enginn í 4. og 5. bekk.Stelpur líklegri en strákar til að vera með öryggisstillingar í lagi Meirihluti þeirra barna sem eru á Facebook sagði síðuna vera lokaða, þ.e. að aðeins vinir gætu skoðað. Tæpur þriðjungur sagði síðuna vera að hluta til lokaða þ.e. að aðeins vinir vina og vinir gætu skoðað. Tæplega 13% sögðu síðuna vera alveg opna þ.e. að allir geti skoðað. Þegar svörin eru greind eftir kyni má sjá marktækan mun á svörum stráka og stelpna og benda niðurstöður til þess að stelpur séu varkárari en strákar þegar kemur að því að stilla síðuna. Strákar eru líklegri en stelpur til að vera með facebook síðuna alveg opna þannig að allir geti skoðað.Börn gefa upp rangan aldur til að komast hjá aldurstakmörkum á Facebook Þegar kemur að upplýsingum sem börn gefa upp um sig á prófílnum sínum er algengast að börn gefi upp mynd sem sýnir greinilega andlit þeirra (88,8%) og nafn (83,6%). Um 65% gefa upp í hvaða skóla þau eru og tæp 45% raunverulegan aldur sinn. Um 39% gefa upp aldur sem ekki er raunverulegur aldur þeirra. Líklegra er að yngri börn gefi upp rangan aldur en eldri börn enda uppfylla þau ekki aldurstakmörk Facebook. Töluvert færri gefa upp símanúmer (16,3%) eða heimilisfang (10,3%) .
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira