99% barna í 10. bekk á Facebook 3. nóvember 2013 21:45 Mynd/Getty Images Samfélag, fjölskylda og tækni (SAFT) stóð nýverið fyrir könnun á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Þar kemur meðal annars í ljós að 99% barna í 10. bekk grunnskóla landsins eru á Facebook. Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um notkun barna og unglinga á netinu og nýta í kjölfarið þær upplýsingar til vitundarvakningar um möguleika netsins og örugga netnotkun barna og unglinga. Þegar börn og unglingar í 4.-10. bekk grunnskóla voru spurð hvort þau væru með eigin síðu/prófíl á samskiptasíðum eins og Facebook eða Twitter sögðust tæplega 78% vera á Facebook og rúm 13% með á Twitter. Fimmtungur sagðist ekki vera á síðum eins og Facebook eða Twitter. Nánast öll þeirra barna/unglinga sem eru með á Twitter eru líka með síðu á Facebook. Eftir því sem börnin eru eldri eru þau líklegri til að vera á Facebook eða Twitter. Tæplega þriðjungur nemenda í 4. bekk sagðist vera með Facebook síðu en 99% barna í 10. bekk. Eins eykst vinafjöldi á Facebook með aldri meðal þeirra sem eru á Facebook. Fjórðungur barna í 10. bekk er á Twitter en nær enginn í 4. og 5. bekk.Stelpur líklegri en strákar til að vera með öryggisstillingar í lagi Meirihluti þeirra barna sem eru á Facebook sagði síðuna vera lokaða, þ.e. að aðeins vinir gætu skoðað. Tæpur þriðjungur sagði síðuna vera að hluta til lokaða þ.e. að aðeins vinir vina og vinir gætu skoðað. Tæplega 13% sögðu síðuna vera alveg opna þ.e. að allir geti skoðað. Þegar svörin eru greind eftir kyni má sjá marktækan mun á svörum stráka og stelpna og benda niðurstöður til þess að stelpur séu varkárari en strákar þegar kemur að því að stilla síðuna. Strákar eru líklegri en stelpur til að vera með facebook síðuna alveg opna þannig að allir geti skoðað.Börn gefa upp rangan aldur til að komast hjá aldurstakmörkum á Facebook Þegar kemur að upplýsingum sem börn gefa upp um sig á prófílnum sínum er algengast að börn gefi upp mynd sem sýnir greinilega andlit þeirra (88,8%) og nafn (83,6%). Um 65% gefa upp í hvaða skóla þau eru og tæp 45% raunverulegan aldur sinn. Um 39% gefa upp aldur sem ekki er raunverulegur aldur þeirra. Líklegra er að yngri börn gefi upp rangan aldur en eldri börn enda uppfylla þau ekki aldurstakmörk Facebook. Töluvert færri gefa upp símanúmer (16,3%) eða heimilisfang (10,3%) . Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Samfélag, fjölskylda og tækni (SAFT) stóð nýverið fyrir könnun á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Þar kemur meðal annars í ljós að 99% barna í 10. bekk grunnskóla landsins eru á Facebook. Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um notkun barna og unglinga á netinu og nýta í kjölfarið þær upplýsingar til vitundarvakningar um möguleika netsins og örugga netnotkun barna og unglinga. Þegar börn og unglingar í 4.-10. bekk grunnskóla voru spurð hvort þau væru með eigin síðu/prófíl á samskiptasíðum eins og Facebook eða Twitter sögðust tæplega 78% vera á Facebook og rúm 13% með á Twitter. Fimmtungur sagðist ekki vera á síðum eins og Facebook eða Twitter. Nánast öll þeirra barna/unglinga sem eru með á Twitter eru líka með síðu á Facebook. Eftir því sem börnin eru eldri eru þau líklegri til að vera á Facebook eða Twitter. Tæplega þriðjungur nemenda í 4. bekk sagðist vera með Facebook síðu en 99% barna í 10. bekk. Eins eykst vinafjöldi á Facebook með aldri meðal þeirra sem eru á Facebook. Fjórðungur barna í 10. bekk er á Twitter en nær enginn í 4. og 5. bekk.Stelpur líklegri en strákar til að vera með öryggisstillingar í lagi Meirihluti þeirra barna sem eru á Facebook sagði síðuna vera lokaða, þ.e. að aðeins vinir gætu skoðað. Tæpur þriðjungur sagði síðuna vera að hluta til lokaða þ.e. að aðeins vinir vina og vinir gætu skoðað. Tæplega 13% sögðu síðuna vera alveg opna þ.e. að allir geti skoðað. Þegar svörin eru greind eftir kyni má sjá marktækan mun á svörum stráka og stelpna og benda niðurstöður til þess að stelpur séu varkárari en strákar þegar kemur að því að stilla síðuna. Strákar eru líklegri en stelpur til að vera með facebook síðuna alveg opna þannig að allir geti skoðað.Börn gefa upp rangan aldur til að komast hjá aldurstakmörkum á Facebook Þegar kemur að upplýsingum sem börn gefa upp um sig á prófílnum sínum er algengast að börn gefi upp mynd sem sýnir greinilega andlit þeirra (88,8%) og nafn (83,6%). Um 65% gefa upp í hvaða skóla þau eru og tæp 45% raunverulegan aldur sinn. Um 39% gefa upp aldur sem ekki er raunverulegur aldur þeirra. Líklegra er að yngri börn gefi upp rangan aldur en eldri börn enda uppfylla þau ekki aldurstakmörk Facebook. Töluvert færri gefa upp símanúmer (16,3%) eða heimilisfang (10,3%) .
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira