Innlent

Fernanda undir Hafnarbergi

Jakob Bjarnar skrifar
Þór með Fernöndu í togi.
Þór með Fernöndu í togi. Vilhelm
Skipið Fernanda er enn í togi en varðskipið Þór hefur þurft að leita í var með það vegna vonds veðurs.

Ekki er talið að eldar logi en þó er það ekki vitað fyrir víst. Menn verða ekki sendir um borð fyrr en talið er fullvíst að það sé óhætt. Skipin voru nú í morgun undir Hafnarbergi á Reykjanesi en þangað komu varðskipsmenn Fernöndu í var, er er Þór nú að dóla sér á þeim slóðum með skipið í togi. Hafnarbergið er rétt sunnan við Hafnir. Til stendur að meta stöðuna nú í birtingu.

Slökkviliðið er með mannskap um borð í Þór en vandamálið sem við er að eiga er að eldurinn er svo vel varinn og engin leið að komast að honum fyrir slökkviliðsmenn. Staðan er því svipuð og í gær og aðgerðir í samræmi við ákvörðun sem tekin var á samráðsfundi þeirra aðila sem að málinu koma í gær sem eru þá Landhelgisgæslan, slökkvilið, umhverfisstofnun og samgöngustofa. Beðið átekta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×