Lögreglan sendi inn 150 tíst Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. nóvember 2013 10:51 Síða lögreglunnar á Twitter. Mynd/Twitter Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vakti talsverða athygli um helgina þegar hún tók þátt í alþjóðlegu tíst-maraþoni og tístaði frá því kl. 18 á laugardagskvöld til kl. 06 í gærmorgun. Nóg var að gera á vaktinni og komu fjölmörg mál inn á borð lögreglu. Þar af voru allnokkur fíkniefnamál og að vanda voru margar tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum þegar fór að líða á nóttina. Sextán voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á þessum hálfa sólarhring, og það verður að teljast ansi mikið. Lögreglan sendi frá sér um 150 tíst á þessu 12 klukkustunda tímabili og voru mörg þeirra svör við ummælum þeirra sem voru að fylgjast með. Jafnframt fjölgaði fylgjendum lögreglunnar á Twitter talsvert og nú fylgja um 5.000 manns lögreglunni eftir á Twitter. Að tístinu stóðu hinir sömu og halda úti fésbókarsíðu embættisins, en tilgangurinn með þessu er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglunnar og hversu fjölbreytt verkefni hún fæst við. Þess má geta að um 300 lögreglulið víðsvegar í heiminum tóku þátt í þessu alþjóðlega tísti, og er það um helmingsfjölgun lögregluliða frá því að samskonar tíst var haldið í mars á þessu ári. Hér að neðan má sjá nokkur tíst frá lögrelgunni á laugardag og sunnudagsnótt.Það tókst! Höfum náð þeim áfanga að vera komnir með fleiri áskrifendur á Twitter en @hugleikur Dagsson - Takk fyrir okkur! #lrh #poltwt— LRH (@logreglan) November 2, 2013 Tilkynnt um ölvaðan ökumann í austurborginni, sá reyndist bláedrú. #poltwt #lrh— LRH (@logreglan) November 2, 2013 Tilkynnt um ölvaðan mann á gangi á götu í Hafnarfirði og komin löng bílaröð. Reddum þessu #lestarstjori #poltwt #lrh— LRH (@logreglan) November 2, 2013 Tilkynnt um ofur ölvi mann sem "hangir" á rafmagnskassa í austurborginni. Við á vettvang til að aðstoðar. #poltwt #lrh— LRH (@logreglan) November 2, 2013 Árásarboð frá matsölustað í miðborginni. Þar reyndist svangur kúnni hafa snöggreiðst og brotið spegil. #7ár #poltwt #lrh— LRH (@logreglan) November 2, 2013 Tilkynnt um konu sparkandi í hús. Reyndist eiga heima þarna, en átti erfitt með að finna lyklana sína. Aðstoðuð við að opna. #poltwt #lrh— LRH (@logreglan) November 2, 2013 Kallað til vegna ölvaðra manna í strætó - voru að koma að norðan. Óskað eftir að þeim verði snúið við á borgarmörkunum. #poltwt #lrh— LRH (@logreglan) November 1, 2013 @marinoarnason við erum stödd hjá Fjarskiptamiðstöðinni, en einn okkar er úti á bíl. pic.twitter.com/GZ0p46Xq2t— LRH (@logreglan) November 1, 2013 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vakti talsverða athygli um helgina þegar hún tók þátt í alþjóðlegu tíst-maraþoni og tístaði frá því kl. 18 á laugardagskvöld til kl. 06 í gærmorgun. Nóg var að gera á vaktinni og komu fjölmörg mál inn á borð lögreglu. Þar af voru allnokkur fíkniefnamál og að vanda voru margar tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum þegar fór að líða á nóttina. Sextán voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á þessum hálfa sólarhring, og það verður að teljast ansi mikið. Lögreglan sendi frá sér um 150 tíst á þessu 12 klukkustunda tímabili og voru mörg þeirra svör við ummælum þeirra sem voru að fylgjast með. Jafnframt fjölgaði fylgjendum lögreglunnar á Twitter talsvert og nú fylgja um 5.000 manns lögreglunni eftir á Twitter. Að tístinu stóðu hinir sömu og halda úti fésbókarsíðu embættisins, en tilgangurinn með þessu er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglunnar og hversu fjölbreytt verkefni hún fæst við. Þess má geta að um 300 lögreglulið víðsvegar í heiminum tóku þátt í þessu alþjóðlega tísti, og er það um helmingsfjölgun lögregluliða frá því að samskonar tíst var haldið í mars á þessu ári. Hér að neðan má sjá nokkur tíst frá lögrelgunni á laugardag og sunnudagsnótt.Það tókst! Höfum náð þeim áfanga að vera komnir með fleiri áskrifendur á Twitter en @hugleikur Dagsson - Takk fyrir okkur! #lrh #poltwt— LRH (@logreglan) November 2, 2013 Tilkynnt um ölvaðan ökumann í austurborginni, sá reyndist bláedrú. #poltwt #lrh— LRH (@logreglan) November 2, 2013 Tilkynnt um ölvaðan mann á gangi á götu í Hafnarfirði og komin löng bílaröð. Reddum þessu #lestarstjori #poltwt #lrh— LRH (@logreglan) November 2, 2013 Tilkynnt um ofur ölvi mann sem "hangir" á rafmagnskassa í austurborginni. Við á vettvang til að aðstoðar. #poltwt #lrh— LRH (@logreglan) November 2, 2013 Árásarboð frá matsölustað í miðborginni. Þar reyndist svangur kúnni hafa snöggreiðst og brotið spegil. #7ár #poltwt #lrh— LRH (@logreglan) November 2, 2013 Tilkynnt um konu sparkandi í hús. Reyndist eiga heima þarna, en átti erfitt með að finna lyklana sína. Aðstoðuð við að opna. #poltwt #lrh— LRH (@logreglan) November 2, 2013 Kallað til vegna ölvaðra manna í strætó - voru að koma að norðan. Óskað eftir að þeim verði snúið við á borgarmörkunum. #poltwt #lrh— LRH (@logreglan) November 1, 2013 @marinoarnason við erum stödd hjá Fjarskiptamiðstöðinni, en einn okkar er úti á bíl. pic.twitter.com/GZ0p46Xq2t— LRH (@logreglan) November 1, 2013
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira