Innlent

Lögreglan sendi inn 150 tíst

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Síða lögreglunnar á Twitter.
Síða lögreglunnar á Twitter. Mynd/Twitter
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vakti talsverða athygli um helgina þegar hún tók þátt í alþjóðlegu tíst-maraþoni og tístaði frá því kl. 18 á laugardagskvöld til kl. 06 í gærmorgun.

Nóg var að gera á vaktinni og komu fjölmörg mál inn á borð lögreglu. Þar af voru allnokkur fíkniefnamál og að vanda voru margar tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum þegar fór að líða á nóttina. Sextán voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á þessum hálfa sólarhring, og það verður að teljast ansi mikið.

Lögreglan sendi frá sér um 150 tíst á þessu 12 klukkustunda tímabili og voru mörg þeirra svör við ummælum þeirra sem voru að fylgjast með. Jafnframt fjölgaði fylgjendum lögreglunnar á Twitter talsvert og nú fylgja um 5.000 manns lögreglunni eftir á Twitter.

Að tístinu stóðu hinir sömu og halda úti fésbókarsíðu embættisins, en tilgangurinn með þessu er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglunnar og hversu fjölbreytt verkefni hún fæst við. Þess má geta að um 300 lögreglulið víðsvegar í heiminum tóku þátt í þessu alþjóðlega tísti, og er það um helmingsfjölgun lögregluliða frá því að samskonar tíst var haldið í mars á þessu ári.

Hér að neðan má sjá nokkur tíst frá lögrelgunni á laugardag og sunnudagsnótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×