Innlent

Ákveða í birtingu hvort Fernanda verði dregin til hafnar

Varðskipið Þór dró flutningaskipið Fernöndu inn fyrir Garðskaga í gærkvöldi og eru skipin þar í vari. Í birtingu verður ákveðið hvort Fernanda verður aftur dregin til hafnar, meðal annars til að dæla hundrað tonnum af olíu í land, sem eru í geymum skipsins.

Þegar menn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og skipverjar af Þór fóru um skipið í gær, sást hvergi eldur né reykur og hvergi mældist meiri hiti en 40 gráður, þannig að talið er fullvíst að eldurinn sé endanlega slokknaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×