Innlent

Vitni vísaði á innbrotsþjóf

Karlmaður braust inn í bíl í Kópavogi undir miðnætti og hafði einhver verðmæti á brott með sér.  Vitni sem sá til hans gat vísað lögreglunni á hann og var hann handtekinn. Hann er vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins og fleiri mála sem honum kunna að tengjast.

Svo var ökumaður stöðvaður í nótt og reyndist hann hafa neytt áfengis, en þó undir viðmiðunarmörkum. Hann slapp þó ekki með skrekkinn, því hann hafði gelymt ökuskírteininu og fékk sekt fyrir það.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×