Innlent

Grænlenskur togari á reki

Til greina kemur að senda varðskipið Þór til aðstoðar togaranum.
Til greina kemur að senda varðskipið Þór til aðstoðar togaranum. Mynd/Daníel
Grænlenskur togari er á reki um 200 sjómílur suðvestur af Reykjanesi, eftir að aðalvélin bilaði í honum í morgun. Skipverjum tókst að koma henni aftur í gang, en hún bilaði aftur fyrir stundu.

Skipstjórinn  hefur verið í sambandi við stjórnstöð Gæslunnar, en ekki beðið formlega um aðstoð. Togarinn Eldborg er í umþaðbil hundrað mílna fjarlæðgð og hefur skipstjórinn þar boðið aðstoð og svo kemur til greina að senda varðskipið Þór eftir togaranum, ef skipstjórinn óskar eftir því. Skipverjarnir eru ekki í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×