Innlent

Iðnsýning í Laugardalshöllinni

Bjarki Ármannsson skrifar
Iðnsýningin hefst formlega þann 7. mars.
Iðnsýningin hefst formlega þann 7. mars.
Iðnsýning verður haldin í Laugardalshöllinni dagana 6.-9. mars 2014. 48 ár eru liðin síðan iðnsýning var síðast sett upp hér á landi. Yfirskrift sýningarinnar er Vika iðnaðarins.

Sýningin er haldin í samstarfi Útgáfufélagsins Goggs ehf. og Samtaka iðnaðarins en samtökin fagna 20 ára afmæli á þessu ári. Sýningin hefst formlega föstudaginn 7. mars. Daginn á undan halda Samtök iðnaðarins sitt árlega Iðnþing í Laugardalshöllinni og verða gestir þingsins þeir fyrstu sem fá að skoða sýninguna.

Samhliða Iðnsýningunni fer fram Íslandsmót iðn- og verkgreina 2014 sem haldið er í Kórnum í Kópavogi. Þar keppa nemendur í iðn- og verkgreinaskólum landsins í ýmsum iðngreinum auk þess sem skólarnir kynna starfsemi sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×