Erfitt að vera repúblikani í Hollywood 5. nóvember 2013 20:00 Melissa Joan Hart gat sér gott orð sem unga nornin Sabrina í samnefndum sjónvarpsþáttum AFP/NordicPhotos Melissa Joan Hart, sem er ef til vill hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Sabrina, í sjónvarpsþáttunum Unga Nornin Sabrina vakti mikla athygli þegar hún sagðist kjósa Repúblikanaflokkinn fyrir næstum tuttugu árum þegar hún lék enn hlutverk nornarinnar ungu. Hart segir því fjarri að hún sé eina íhaldssama Hollywood-stjarnan. Fréttastofa Fox News tók viðtalið við barnastjörnuna í vikunni, þar sem þeir rifjuðu upp þegar Hart sagði að meðleikarar hennar í þáttunum geysivinsælu um ungu nornina hefðu orðið fyrir áfalli þegar þau fréttu að hún hefði kosið Bob Dole, forsetaefni Repúblikanaflokksins, umfram Bill Clinton í kosningum til forseta Bandaríkjanna árið 1996. „Já, það voru nokkrir sem ráku upp stór augu á tökustað þann daginn,“ sagði Hart, sem var tvítug þegar kosningarnar fóru fram, í samtali við Fox á þriðjudaginn. „Mér finnst ég samt finna sífellt fleiri repúblikana í Hollywood og ég elska að rökræða pólítík. Það er enginn algjörlega svona eða hinsegin. Mér finnst það miður að það séu bara tveir flokkar til í Bandaríkjunum. Ég vildi að þeir væru fleiri því enginn passar algjörlega í annan flokkinn,“ segir Hart. Þegar hún var innt eftir því hvernig pólítísk sjónarmið hefðu breyst í skemmtanaiðnaðnum síðastliðin tuttugu ár, svaraði Hart: „Um þessar mundir er ég umkringd repúblikönum í vinnunni. En ég elska að tala við vini mína sem eru demókratar. Hlusta á sjónarmið þeirra,“ sagði Hart jafnframt. Stuttu eftir forsetakosningarnar í fyrra sagði Hart í viðtali við Fox News að hún hefði lært lexíu daginn sem hún kaus Dole, sextán árum áður. „Það kenndi mér að maður talar ekki um pólítík í Hollywood, og flestir hugsa ekki eins og þú. En ég fann líka að það eru margir sem kjósa Repúblikanaflokkinn, en þora ekki að segja frá því. Það er eins og það sé á svörtum lista. Það hræðir mig,“ sagði Hart. Hart hefur löngum stutt Repúblikanaflokkinn opinberlega, og það fór misvel í fólk í forsetakosningunum í fyrra. Hart hafði sett á Twitter að hún kæmi til með að kjósa Mitt Romney, forsetaefni repúblikana, í kosningunum. „Ég var kölluð öllum illum nöfnum,“ sagði Hart. „Fólk skrifaði að þau vonuðu að ég mydi deyja, og þau vonuðu að börnin mín væru samkynhneigð - sem á að vera einhvers konar refsing. Hatrið var ótrúlegt,“ sagði Hart að lokum. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Melissa Joan Hart, sem er ef til vill hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Sabrina, í sjónvarpsþáttunum Unga Nornin Sabrina vakti mikla athygli þegar hún sagðist kjósa Repúblikanaflokkinn fyrir næstum tuttugu árum þegar hún lék enn hlutverk nornarinnar ungu. Hart segir því fjarri að hún sé eina íhaldssama Hollywood-stjarnan. Fréttastofa Fox News tók viðtalið við barnastjörnuna í vikunni, þar sem þeir rifjuðu upp þegar Hart sagði að meðleikarar hennar í þáttunum geysivinsælu um ungu nornina hefðu orðið fyrir áfalli þegar þau fréttu að hún hefði kosið Bob Dole, forsetaefni Repúblikanaflokksins, umfram Bill Clinton í kosningum til forseta Bandaríkjanna árið 1996. „Já, það voru nokkrir sem ráku upp stór augu á tökustað þann daginn,“ sagði Hart, sem var tvítug þegar kosningarnar fóru fram, í samtali við Fox á þriðjudaginn. „Mér finnst ég samt finna sífellt fleiri repúblikana í Hollywood og ég elska að rökræða pólítík. Það er enginn algjörlega svona eða hinsegin. Mér finnst það miður að það séu bara tveir flokkar til í Bandaríkjunum. Ég vildi að þeir væru fleiri því enginn passar algjörlega í annan flokkinn,“ segir Hart. Þegar hún var innt eftir því hvernig pólítísk sjónarmið hefðu breyst í skemmtanaiðnaðnum síðastliðin tuttugu ár, svaraði Hart: „Um þessar mundir er ég umkringd repúblikönum í vinnunni. En ég elska að tala við vini mína sem eru demókratar. Hlusta á sjónarmið þeirra,“ sagði Hart jafnframt. Stuttu eftir forsetakosningarnar í fyrra sagði Hart í viðtali við Fox News að hún hefði lært lexíu daginn sem hún kaus Dole, sextán árum áður. „Það kenndi mér að maður talar ekki um pólítík í Hollywood, og flestir hugsa ekki eins og þú. En ég fann líka að það eru margir sem kjósa Repúblikanaflokkinn, en þora ekki að segja frá því. Það er eins og það sé á svörtum lista. Það hræðir mig,“ sagði Hart. Hart hefur löngum stutt Repúblikanaflokkinn opinberlega, og það fór misvel í fólk í forsetakosningunum í fyrra. Hart hafði sett á Twitter að hún kæmi til með að kjósa Mitt Romney, forsetaefni repúblikana, í kosningunum. „Ég var kölluð öllum illum nöfnum,“ sagði Hart. „Fólk skrifaði að þau vonuðu að ég mydi deyja, og þau vonuðu að börnin mín væru samkynhneigð - sem á að vera einhvers konar refsing. Hatrið var ótrúlegt,“ sagði Hart að lokum.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira