Innlent

Sprautufíklar taka ofvirknislyf fram yfir fíkniefni

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Ofvirknislyfið metýlfenídat, sem meðal annars er að finna í rítalíni, er uppáhaldslyf íslenskra sprautufíkla. Hvergi annarstaðar en á Íslandi þekkist að lyfið sé notað í þessum tilgangi. 

Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna ofvirknislyf eru misnotuð í mun meira mæli hér á landi en annarstaðar. Í grein sem birtist í Læknablaðinu í gær kemur fram að það sé staðreynd að metýlfenídat geti valdið alvarlegri fíkn, það sé misnotað og ofnotað á ýmsan hátt og að það sé í miklu uppáhaldi hjá íslenskum sprautufíklum.

Guðrún Dóra Bjarnadóttir vinnur nú að doktorsverkefni um þetta málefni en hún hefur rætt við á annað hundrað sprautufíkla um lyfið. 90% þeirra höfðu notað metýlfenídat innan síðustu þrjátíu daga og tveir þriðju svarenda sögðust taka lyfið fram yfir önnur fíkniefni.

Fjöldi þeirra sem fá metýlfenídati ávísað hefur vaxið mikið á tímabilinu 2003-2012, eða um 160% hjá börnum og 480% hjá fullorðnum. Á árinu 2012 fengu samtals 2600 börn og 2750 fullorðnir metýlfenídat, sem gerir um 1,7% þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×