Eigendur Fernöndu koma til landsins á morgun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. nóvember 2013 20:45 Starfsmenn Norfos Shipping, eiganda flutningaskipsins Fernöndu sem nú liggur stórskemmt í höfn á Grundartanga, koma hingað til lands núna um helgina. Með í för verða fulltrúar tryggingafélaga sem munu meta skemmdirnar. Fernanda var dregið til hafnar á Grundartanga um miðjan dag í gær. Slökkvilið Akraness sá um að tryggja svæðið með olíugirðingu og hafa í dag verið að störfum í lestum skipsins. Reykkafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem börðust við eldinn á rúmsjó eftir að Fernanda var dreginn alelda úr Hafnarfjarðarhöfn síðastliðinn föstudag, hafa verið þeim til halds og trausts.Skoðun er nú lokið, eldurinn kulnaður og eftir stendur flak Fernöndu. Nú tekur næsti kafli við. Grundartangi tilheyrir Faxaflóahöfnum. Gísli Gísla, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hefði verið að leyfa Landhelgisgæslunni að draga Fernöndu í höfn, að því gefnu að skipið verði þar ekki lengi.Því er allt kapp lagt á að dæla þeim hundrað tonnum af olíu sem eftir eru í tönkum Fernöndu úr skipinu. Áður en það er gert þurfa tryggingafélög eistneska fyrirtækisins Norfos Shipping að meta skemmdir og ástand Fernöndu. Ingvar Sigurðsson, forstöðumaður stórflutninga hjá Eimskip, hefur haft milligöngu um samskipti Norfos Shipping og íslenskra viðbragðsaðila. Ingvar segir að tryggingamat fari fram á tveimur forsendum, annars vegar umhverfisþáttum og hústryggingu og hinsvegar er það sjálfur skrokkur Fernöndu en eins og sjá má þessum myndum er hann stórskemmdur.Þetta tryggingamat mun fara fram um helgina og í næstu viku. Eftir að það liggur fyrir verður hafist handa við að tæma olíuna úr flakinu en verkefnið heyrir undir Umhverfisstofnun. Fjölmargir hafa sýnt flaki Fernöndu áhuga enda eru veruleg verðmæti fólgin í brotajárninu. Óvíst er hvar Fernanda verður rifin í brotajárn og svo gæti farið að verði gert í Danmörku. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Starfsmenn Norfos Shipping, eiganda flutningaskipsins Fernöndu sem nú liggur stórskemmt í höfn á Grundartanga, koma hingað til lands núna um helgina. Með í för verða fulltrúar tryggingafélaga sem munu meta skemmdirnar. Fernanda var dregið til hafnar á Grundartanga um miðjan dag í gær. Slökkvilið Akraness sá um að tryggja svæðið með olíugirðingu og hafa í dag verið að störfum í lestum skipsins. Reykkafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem börðust við eldinn á rúmsjó eftir að Fernanda var dreginn alelda úr Hafnarfjarðarhöfn síðastliðinn föstudag, hafa verið þeim til halds og trausts.Skoðun er nú lokið, eldurinn kulnaður og eftir stendur flak Fernöndu. Nú tekur næsti kafli við. Grundartangi tilheyrir Faxaflóahöfnum. Gísli Gísla, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hefði verið að leyfa Landhelgisgæslunni að draga Fernöndu í höfn, að því gefnu að skipið verði þar ekki lengi.Því er allt kapp lagt á að dæla þeim hundrað tonnum af olíu sem eftir eru í tönkum Fernöndu úr skipinu. Áður en það er gert þurfa tryggingafélög eistneska fyrirtækisins Norfos Shipping að meta skemmdir og ástand Fernöndu. Ingvar Sigurðsson, forstöðumaður stórflutninga hjá Eimskip, hefur haft milligöngu um samskipti Norfos Shipping og íslenskra viðbragðsaðila. Ingvar segir að tryggingamat fari fram á tveimur forsendum, annars vegar umhverfisþáttum og hústryggingu og hinsvegar er það sjálfur skrokkur Fernöndu en eins og sjá má þessum myndum er hann stórskemmdur.Þetta tryggingamat mun fara fram um helgina og í næstu viku. Eftir að það liggur fyrir verður hafist handa við að tæma olíuna úr flakinu en verkefnið heyrir undir Umhverfisstofnun. Fjölmargir hafa sýnt flaki Fernöndu áhuga enda eru veruleg verðmæti fólgin í brotajárninu. Óvíst er hvar Fernanda verður rifin í brotajárn og svo gæti farið að verði gert í Danmörku.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira