Innlent

Stöðvuðu sex stúta á tveimur tímum

Gissur Sigurðsson skrifar
mynd/365
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók sex ökumenn úr umferð á aðeins tveimur klukkustundum upp úr miðnætti í nótt, vegna gruns um aksktur undir áhrifum áfengis eða ólöglegra fíkniefna. Tvo vegna fíkniefnaaksturs og þrjá vegna ölvunaraksturs og einn til viðbótar fyrir hvort tveggja, auk þess sem hann ók á móti rauðu ljósi á gatnamótum og var með útrunnin ökuréttindi.

Þetta er langt umfram meðal fjölda slíkra brota á höfuðborgarsvæðinu að nóttu til í miðri viku og það aðeins á tveimur klukkustundum, eins og áður sagði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×