Innlent

Borgarstjórinn felldi Oslóartréð í gær

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Jón Gnarr eftir að hafa fellt glæsilegt jólatré í Osló.
Jón Gnarr eftir að hafa fellt glæsilegt jólatré í Osló. Mynd/Reykjavíkurborg
Jón Gnarr borgarstjóri felldi í gær jólatré í skóglengi utan við Osló. Hefð er fyrir því Oslóarborg gefi Reykvíkingum jólatré sem stendur á Austurvelli yfir aðventu og jólahátíðina. Kveikt verður á trénu á fyrsta í aðventu, þann 1. desember næstkomandi.

Tréð sem varð fyrir valinu er 42ja ára gamalt. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að þetta tré hafi orðið fyrir valinu fyrir 10 árum síðan og frá þeim tíma hefur það notið sérstakrar aðhlynningar hjá starfsmönnum skógræktarinnar.

Tréð er 18 metrar á hæð en einungis 12 efstu metrarnir rúmast í skipsgámi sem það verður flutt í til landsins. Viðstaddir fengu allir „sneið“ af trénu en það sem eftir er verður nýtt í annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×