Innlent

Líkkistur notaðar til sýningar í Smáralind

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Líkkisturnar voru staðsettar skammt frá inngangi Hagkaupa í Smáralind.
Líkkisturnar voru staðsettar skammt frá inngangi Hagkaupa í Smáralind.
Tveimur líkkistum var komið fyrir við Bjarkarblóm í Smáralindinni í gær. Mörgum viðskiptavinum var brugðið og héldu að um kynningu á líkkistum væri að ræða. Svo reyndist ekki vera því kisturnar voru notaðar til sýningar á blómum og krönsum.

Elva Björk Jónatansdóttir, eigandi Bjarkarblóma, sagði í samtali við Vísi, að búið væri að fjarlægja líkkisturnar. Hún segist hafa fengið bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð við notkun á kistunum.

„Það er mikil feimni í samfélaginu yfir líf og dauða. Okkur langaði til að koma til móts við fólk og leyfa því að kynna sér málið. Þetta eru örlög okkar allra,“ sagði Elva Björk. Líkkisturnar voru fjarlægðar úr Smáralindinni skömmu fyrir hádegi í dag.

Kristinn Jóhannsson, rekstrarstjóri Smáralindarinnar, sagði í samtali við Vísi að hann hafi heyrt af málinu en vildi ekki tjá sig frekar.

Líkkisturnar hafa nú verið fjarlægðar úr Smáralind.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×