Innlent

Fékk viðurkenningu fyrir starf gegn einelti

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Þorlákur Helgason hefur unnið að verkefnum gegn einelti í fjöldamörg ár.
Þorlákur Helgason hefur unnið að verkefnum gegn einelti í fjöldamörg ár.
Þorláki Helgasyni, framkvæmdastjóra Olweusarverkefnisins, var veitt viðurkenning fyrir ötult starf í baráttunni gegn einelti í skólum í dag, á árlegum baráttudegi gegn einelti.

Þorlákur Helgason hefur verið umsjónarmaður Olweusaráætlunarinnar hér á landi frá upphafi.

Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að að Olweusaráætlunin gegn einelti hafi verið virk á Íslandi í rúman áratug. Hún teygi sig inn í allt skólasamfélagið, hafi í mörgum skólum gjörbreytt vinnulagi og lagt drjúgan skerf til skólaþróunar í landinu.

Í þeim skólum sem hafa unnið markvisst að innleiðingu áætlunarinnar hefur umtalsverður viðvarandi árangur náðst í því að draga úr einelti, bæta skólabrag og jafnframt móta verklag þar sem brugðist er markvisst við einelti sem upp kemur. 

Viðurkenning fyrir starf gegn einelti var veitt í fyrsta skipti í fyrra þegar kvennalandsliðið í knattspyrnu fékk hana fyrir skilaboð gegn einelti og mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×