Innlent

Björgunarsveitir sækja fótbrotinn mann

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Björgunarsveitir frá Bolungarvík og Hnífsdal hafa verið kallaðar út til að sækja mann sem fótbrotnaði þegar hann var á göngu við þriðja mann á Snæfjallaströnd. Vont færi er á gönguleiðinni, mikill snjór er á svæðinu og flughált. Það varð til þess að maðurinn hrasaði með fyrrgreindum afleiðingum.

Nú eru tveir bátar á leið frá Bolungarvík yfir á Snæfjallaströnd og er reiknað með að siglingin taki um 45 mínútur. Björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni frá Ísafirði hefur einnig verið stefnt á slysstað en skipið var við æfingar í Aðalvík þegar beiðni um aðstoð barst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×