Innlent

Eva Longoria vill í pólitík

Leikkonan Eva Longoria, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives, er nú sögð vera að undirbúa innreið sína í pólitík. „Eva vill byrja rólega, jafnvel í borgarstjórn í Texas, eða sem borgarstjóri í San Antonio eða Corpus Christi. Hún vill komast á þing innan tveggja ára,“ sagði heimildarmaður við tímaritið National Enquirer.

Eva hefur áður tekið virkan þátt í landsfundi demókrata og var dyggur stuðningsmaður Baracks Obama í forsetakosningunum í fyrra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×