Innlent

Tvær vélar lentu með bráðveika farþega

Tvær flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í vikunni með bráðveika farþega um borð. Í fyrradag var lögreglan á Suðurnesjum kvödd til vegna farþega sem fengið hafði heilablóðfall og gat ekki gengið. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann.

Daginn áður var einnig tilkynnt um bráðveikan farþega með flugi frá Washington. Farþeginn ferðaðist með hópi lækna sem voru á leið til Danmerkur og hafði einn læknanna tekið að sér að sinna hinum veika á leiðinni. Sjúklingurinn var síðan fluttur undir læknishendur við komuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×