Innlent

Nágrannasamstarf - Aðalræðisskrifstofa opnuð

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Gunnar Bragi og Aleqa Hammond við opnun aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk.
Gunnar Bragi og Aleqa Hammond við opnun aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk. mynd/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
Aðalræðisskrifstofa Íslands í Nuuk í Grænlandi var formlega opnuð í gær við hátíðlega athöfn að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá  Utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er staddur á Grænlandi af því tilefni og fundaði í gær með forystumönnum grænlensku landsstjórnarinnar.

Markmiðið með opnum skrifstofunnar er að styrkja bönd Íslands og Grænlands en einnig vestnorrænt samstarf. Íslendingar eru nú þegar með aðalræðisskrifstofu í Færeyjum.

Í tilkynningunni segir að aukið samstarf milli Íslands og Grænlands sé mikið hagsmunamál á svæðinu. Með opnum aðalræðisskrifstogunni sé skotið styrkjum stoðum undir samstarf nágrannaríkjanna og styður í leiðinni við íslensk fyrirtæki sme vilja hasla sér völl í Grænlandi.

Við opnunarhátíðina hélt Pétur Ásgeirsson, aðalræðismaður Íslands í Nuuk, stutt ávarp og því næst afhjúpuðu Gunnar Bragi og Aleqa Hammond, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, skjöld Íslands við inngang aðalræðisskrifstofunnar. Í kjölfarið drógu tvær ungar stúlkur íklæddar þjóðbúningum landa sinna, önnur íslensk og hin grænlensk, íslenska fánann að húni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×