Íslenski boltinn

Herra Fjölnir á heimleið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Baldur Sigurðsson og Gunnar Már í viðureign KR og Fjölnis sumarið 2009.
Baldur Sigurðsson og Gunnar Már í viðureign KR og Fjölnis sumarið 2009. Mynd/Valli
Að óbreyttu mun Gunnar Már Guðmundsson ganga í raðir uppeldisfélags síns Fjölnis frá ÍBV.

Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, segir í samtali við Fótbolta.net að ekki sé hægt að segja nei þegar Herra Fjölnir vilji koma. Minna hefur farið fyrir viðurnefninu undanfarin fjögur ár þegar Gunnar Már hefur spilað með ÍBV, FH og Þór.

Gunnar Már hefur spilað með Fjölni í öllum fjórum efstu deildum Íslandsmótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×