Innlent

Lenti í árekstri og fór á beint á barinn

Lögregla leitaði mannsins sem loks fannst á bar í hverfinu.
Lögregla leitaði mannsins sem loks fannst á bar í hverfinu.
Tveir bílar lentu í árekstri á gatnamótum Snorrabrautar og Flókagötu um miðnætti og ók annar ökumaðurinn af vettvangi og hvarf. Lögregla hóf þegar leit og fann brátt bíl mannsins, þar sem hann stóð á Vitastíg og snéri öfugt miðað við akstursstefnu.

Hófst þá leit í nálægum ölstofum þar sem ökumaðurinn, sem er tæplega þrítugur karlmaður, fanst og var hann áberandi ölvaður og auk þess undir áhrifum fíkniefna, að sögn lögreglu. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslum, uns hann verður yfirheyrður í dag.

Engan sakaði í árekstrinum, en báðir bílarnir eru nokkuð skemmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×