Lífið

Tónleikum Scooter, Snap! og Vengaboys frestað

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Teknó-glaðir Íslendingar verða að bíða örlítið lengur eftir "næntís-veislunni".
Teknó-glaðir Íslendingar verða að bíða örlítið lengur eftir "næntís-veislunni".
„Það voru of margir lausir endar sem ekki náði að ganga frá svo við tókum bara skynsamlega ákvörðun um að fresta þessu,“ segir plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot. Von var á þýsku hljómsveitunum Scooter og Snap!, ásamt hljómsveitinni Vengaboys, hingað til lands hinn 9. nóvember og átti heljarinnar tónlistarveisla að fara fram í Laugardalshöllinni sama kvöld. Ekkert verður hins vegar af tónleikunum í bili.

„Við ætlum að skoða þetta í upphafi næsta árs, þá með sömu hljómsveitum,“ segir Kiddi, og ítrekar að tónleikarnir munu fara fram.



Kiddi sagði í samtali við Fréttablaðið í vor að hér væri klárlega markaður fyrir tónleikaveislu sem þessa, en hann starfar sem plötusnúður um helgar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.