Lífið

Nýtt lag og myndband frá Jóni Jónssyni

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Vísir/Arnþór
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson hefur nú sent frá sér lagið Feel for you og er myndbandið skreytt ferð hljómsveitarinnar á Þjóðahátíð í Eyjum í fyrra. 

Jón samdi við útgáfufyrirtækið Sony í fyrra. Í viðtali við Fréttablaðið á dögunum útskýrði Jón hvers vegna hann hefði ekki sent frá sér tónlist í dágóðan tíma.

„Við höfum ekki fengið að gefa út efni síðan að samningurinn tók gildi, það hefur lítið gerst, þetta hefur verið á ís í langan tíma og við erum orðnir mjög þyrstir í að gefa út lag.“

Myndbandið við lagið má sjá hér að neðan.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.