Íslenski boltinn

Enn einn leikmaðurinn til Fram

Bjarni er líklega orðinn þreyttur í hendinni enda hefur hann ekki undan að heilsa nýjum leikmönnum Safamýrarliðsins.
Bjarni er líklega orðinn þreyttur í hendinni enda hefur hann ekki undan að heilsa nýjum leikmönnum Safamýrarliðsins. mynd/fram
Það er greinilega nóg til af bleki í Safamýrinni því Fram var að semja við enn einn ungan og efnilegan leikmann.

Að þessu sinni samdi Fram við Ásgeir Marteinsson en hann sló gegn með HK í sumar. Þessi 19 ára strákur skorað 10 mörk í 21 leik í 2. deildinni í sumar.

Hann var kjörinn efnilegasti leikmaður 2. deildar á hófi fótbolta.net.

Ásgeir skrifaði undir þriggja ára samning við Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×