Íslenski boltinn

Guðmundur Magnússon mun æfa með Fram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur Magnússon sést hér lengst til vinstri
Guðmundur Magnússon sést hér lengst til vinstri mynd/anton
Guðmundur Magnússon, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, mun æfa með meistaraflokki Fram í knattspyrnu á næstu dögum en þetta kemur fram á vefsíðunni Fótbolti.net í dag.

Leikmaðurinn gekk í raðir Víkings árið 2012 frá Fram. Guðmundur lék með Víkingum í sumar í Pepsi-deildinni og tók þátt í 16 leikjum.

Liðið féll niður í 1. deildina eftir tímabilið og því gæti Guðmundur haldið heim á leið í Safamýrina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×