Innlent

Köttur endurlífgaður á Urðarstíg

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ketti sem bjargað var úr bruna á Urðarstíg í miðbæ Reykjavíkur í dag er á batavegi. Sjúkraflutningamenn endurlífguðu kött sem lá meðvitundarlaus inni í húsi á Urðarstíg eftir að hafa orðið fyrir reykeitrun. Í fyrstu var talið að kötturinn hefði drepist en snör viðbrögð sjúkraflutningamanna virðast hafa komið kettinum til bjargar.

Eftir að kötturinn komst til meðvitundar var hann fluttur á Dýralæknastofu Dagfinns á Skólavörðustíg. Að sögn Svölu Agnar Kristinsdóttur, dýralæknis á Dýralæknastofu Dagfinns, var kötturinn ansi hætt kominn en er nú á batavegi.

„Hann er allur að koma til. Hann verður hjá okkur í súrefnisbúri og þetta lítur betur út. Þegar komið var að honum var hann alveg meðvitundarlaus en er orðinn sprækur núna. Hann er alveg með á nótunum,“ segir Svala Ögn.

Kötturinn heitir Hnoðri og er eiganda bent á að vitja hans á Dýralæknastofa Dagfinns. Kötturinn er högni.

Kettinum var gefið súrefni og endurlífgaður á Urðastíg í dag.Mynd/KristjánFleiri fréttir

Sjá meira


×