Innlent

Starfsmaður Skeljungs sveik út milljón

Úr Héraðsdómi Reykjaness
Úr Héraðsdómi Reykjaness
Kona var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fjárdrátt er hún starfaði í verslun Skeljungs í Garðabæ árið 2011.

Hún var ákærð fyrir að hafa dregið sér og nýtt í eigin þágu fjármuni, samtals 1,2 milljónir króna, með því að hafa í 58 tilvikum stimplað inn skil á gashylkjum í afgreiðslukassa og síðan fært fjárhæðina inn á inneignarkort í eigu Skeljungs, sem konan nýtti svo til að versla vörur eða taka út reiðufé.

Konan játaði sök og var dæmd til að greiða Skeljungi rúmlega 1,2 milljónir króna ásamt vöxtum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×